Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands

Nótnavörður Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Sinfóníuhljómsveit Íslands leitar að ábyrgum og vandvirkum nótnaverði til að ganga til liðs hljómsveitina. Um er að ræða fjölbreytt og mikilvægt starf þar sem þjónustulund, fagmennska, og þekking á hljómsveitartónlist fara saman.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með pöntun, kaupum, leigu og skilum á nótum fyrir hljómsveitina
  • Viðhald og skipulagning nótnasafns hljómsveitarinnar
  • Samskipti og samningar við innlenda og erlenda rétthafa vegna leigu á nótum
  • Móttaka og vinnsla rafrænna nótna frá tónskáldum, útsetjurum eða öðrum rétthöfum
  • Þjónusta við hljóðfæraleikara, hljómsveitarstjóra, tæknifólk 
  • Stuðningur við undirbúning hæfnisprófa og prufuspila
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Rík samskiptahæfni og þjónustulund
  • Þekking á skráningu gagna og nótnaforlögum
  • Góð þekking á hljómsveitartónlist, færni í nótnalestri og greiningu villna í nótum
  • Þekking á uppbyggingu sinfóníuhljómsveita og hljóðfærum þeirra
  • Gott tæknilæsi og hæfni í notkun rafrænna verkfæra, s.s. OPAS og skönnunarkerfa
  • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
  • Góð kunnátta í ensku, bæði í ræðu og riti
  • Tónlistarlegur skilningur á algengustu nótnatungumálum, svo sem þýsku, frönsku og/eða ítölsku er kostur
Utworzono ofertę pracy23. April 2025
Termin nadsyłania podań12. May 2025
Znajomość języków
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Austurbakki 2, 101 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia