Gunnarsstofnun Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri
Gunnarsstofnun Skriðuklaustri

Starf forstöðumanns Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri

Stofnun Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns. Um er að ræða 100% starf frá og með 1. janúar 2026. Starfið krefst búsetu á Fljótsdalshéraði en húsnæði fylgir ekki.

Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf hjá menningarstofnun þar sem reynir á lausnamiðað viðhorf, frumkvæði, sköpun og metnað til að ná árangri. Forstöðumaður Gunnarsstofnunar hefur umsjón með starfsemi og daglegum rekstri. Hann starfar með stjórn og starfsfólki að því að ná settum markmiðum en leiðarljós Gunnarsstofnunar er að vera leiðandi í menningarmiðlun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjármál, rekstur og styrkumsóknir
  • Stefnumótun og útfærsla á starfsemi
  • Öll miðlun, viðburðir og sýningar stofnunarinnar
  • Höfundarréttur Gunnars Gunnarssonar
  • Samningar og samstarf við innlenda og erlenda aðila
  • Starfsmannamál og umsjón fasteigna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði hug- eða félagsvísinda og skyldra greina
  • Góð þekking á menningarmiðlun og hagnýt reynsla á því sviði
  • Leiðtogahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Reynsla af stjórnun, rekstri og fjárhagslegri ábyrgð
  • Reynsla af bæði fræðilegum og almennum textaskrifum
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
  • Kunnátta í Norðurlandamáli er æskileg
  • Reynsla af alþjóðlegu og þverfaglegu samstarfi er æskileg
  • Reynsla af sókn í innlenda sem erlenda sjóði er kostur
Um Gunnarsstofnun

Gunnarsstofnun rekur menningar- og fræðasetur á Skriðuklaustri í Fljótsdal helgað arfleifð Gunnars Gunnarssonar skálds og miðaldaklaustrinu sem stóð þar á 16. öld.

Gunnarsstofnun var sett á stofn árið 1997 og hóf starfsemi á Skriðuklaustri formlega sumarið 2000. Frá ársbyrjun 2008 hefur stofnunin verið rekin sem sjálfseignarstofnun með sérstaka stjórn og starfar á grundvelli laga nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá. Stofnunin er með samning um rekstrarstyrk við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið.

 Hlutverk stofnunarinnar er fjölþætt:

  1. Að annast uppbyggingu og rekstur menningar- og fræðaseturs að Skriðuklaustri í Fljótsdal.
  2. Að stunda fræðastarfsemi á sviði hugvísinda og leggja rækt við bókmenntir með áherslu á ritverk og ævi Gunnars Gunnarssonar.
  3. Að reka dvalarstað fyrir lista- og fræðimenn og standa fyrir sýningum og öðrum listviðburðum.
  4. Að stuðla að atvinnuþróun á Austurlandi og efla rannsóknir á austfirskum fræðum.
  5. Að sinna alþjóðlegum menningartengslum og standa vörð um hugsjónir Gunnars Gunnarssonar.

Gildi Gunnarsstofnunar: Við viljum vera opin, fagleg og skapandi og í starfi leggjum við áherslu á metnað, framsýni, samvinnu og upplifun.

Utworzono ofertę pracy24. April 2025
Termin nadsyłania podań16. May 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
duńskiduński
Opcjonalnie
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Skriðuklaustur , 701 Egilsstaðir
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Wizerunek firmyPathCreated with Sketch.Ogólne umiejętności technicznePathCreated with Sketch.Sprawozdanie finansowePathCreated with Sketch.PlanowaniePathCreated with Sketch.DKPathCreated with Sketch.BudżetowaniePathCreated with Sketch.Występy/WykładyPathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Pisanie artykułówPathCreated with Sketch.UczciwośćPathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.KreatywnośćPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Zdolności kierowniczePathCreated with Sketch.Mac OSPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.Microsoft ExcelPathCreated with Sketch.InnowacyjnośćPathCreated with Sketch.Prawo jazdyPathCreated with Sketch.RekrutacjaPathCreated with Sketch.SumiennośćPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.OrganizacjaPathCreated with Sketch.SprawozdaniaPathCreated with Sketch.Dział kadrPathCreated with Sketch.Strategiczne planowaniePathCreated with Sketch.CopywritingPathCreated with Sketch.Sprawozdanie finansowePathCreated with Sketch.SkrupulatnośćPathCreated with Sketch.Zarządzanie projektemPathCreated with Sketch.praca pod presjąPathCreated with Sketch.Zarządzanie wydarzeniamiPathCreated with Sketch.WindowsPathCreated with Sketch.Nastawienie do klienta
Zawody
Oznaczenia