

Mannauðsráðgjafi með áhuga á gæða- og öryggismálum
Við leitum að mannauðsráðgjafa sem mun veita stjórnendum á stærsta sviðinu okkar, Þjónustusviði, stuðning í mannauðsmálum ásamt því að leiða sérhæfð verkefni sem tengjast gæða- og öryggismálum.
Askja, Dekkjahöllin, Landfari og Bílaumboðið Una eru dótturfélög Inchcape á Íslandi sem er hluti af alþjóðlega fyrirtækinu Inchcape Plc sem sérhæfir sig í sölu og dreifingu á bifreiðum og er skráð í kauphöllina í London. Inchcape er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði, starfar á 38 mörkuðum með yfir 16.000 starfsmenn og vinnur með stærstu bílaframleiðendum heims.
Þetta er einstakt tækifæri til að hafa raunveruleg áhrif í kraftmiklu, alþjóðlegu umhverfi þar sem hugmyndir og sérþekking munu styðja við þróun mannauðsmála hjá félaginu.
Við leitum að aðila til að vinna með lykilsviðum fyrirtækisins, þar á meðal sölusviði, Bílaumboðinu Unu og Landfara í að efla teymisvinnu, leiðtogahæfni og stöðugleika í mannauðsmálum. Staðan gegnir mikilvægu hlutverki þegar kemur að breytingastjórnun, hæfni- og arftakáætlunum, ráðningum, vinnustaðamenningu og umbunarkerfum og að tryggja að mannauðsstefnan okkar styðji við árangur félagsins.
- Veita stjórnendum stuðning í mannauðsmálum
- Ráðningar, móttaka nýs starfsfólks og starfslok
- Innleiðing umbunarkerfis
- Innleiðing og eftirfylgni með ferlum og stefnum í öryggis- og heilbrigðismálum fyrirtækisins
- Fræðsla og þjálfun starfsfólks í öryggismálum
- Umsjón og eftirfylgni með ISO 9001 & 14001 gæðastöðlum
- Framsetning tölfræði á sviði mannauðsmála
- Háskólamenntun á sviði mannauðsstjórnunar, viðskiptafræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegu starfi sem mannauðsráðgjafi eða önnur starfsreynsla sem nýtist
- Þekking og/eða reynsla af heilbrigði og öryggi, vinnuvernd eða ISO-vottun er mikill kostur
- Skilningur á íslenskum vinnumarkaði og vinnuréttindum
- Framúrskarandi samskiptafærni og hæfni til að hafa áhrif og fá stuðning frá öðrum
- Greiningarhæfni og færni í að nýta mannauðsupplýsingar og gögn í ákvarðanatöku
- Sveigjanleiki, lausnamiðuð nálgun og hæfni til að takast á við breytingar
- Vertu hluti af hratt vaxandi, alþjóðlegu fyrirtæki með þekkt bílamerki
- Hafðu áhrif á menningu og mannauðsverkefni á spennandi umbreytingatímabili
- Starfaðu með stuðningsríku og samvinnuþýðu teymi sem leggur áherslu á nýsköpun, fjölbreytileika og faglegtvinnuumhverfi
- Tækifæri til að þróa feril þinn innan alþjóðlegs fyrirtækis








