

MAIKA’I leitar að vaktstjóra (60–80% starf).
Við hjá MAIKA’I erum að leita að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi í starf vaktstjóra.
Við bjóðum upp á skemmtilegt og spennandi vinnuumhverfi þar sem þjónustulund, frumkvæði og fagmennska skipta höfuðmáli.
Helstu verkefni
-
Dagleg stjórnun á vöktum og leiðsögn starfsfólks
-
Þjónusta við viðskiptavini og trygging á jákvæðri upplifun þeirra
-
Önnur tilfallandi verkefni tengd rekstri og skipulagi staðarins
Hæfniskröfur
-
Reynsla úr sambærilegu starfi er kostur en ekki skilyrði
-
Leiðtogahæfni, frumkvæði og skipulagshæfileikar
-
Góð samskiptafærni og þjónustulund
-
Aldurstakmark: 20 ára og eldri
Við bjóðum
-
60–80% starfshlutfall eftir samkomulagi
-
Frábært starfsumhverfi í ört vaxandi fyrirtæki
-
Þjálfun og stuðning frá reynslumiklu teymi
-
Tækifæri til að þróast í starfi
Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.













