

Lyfja Smáralind - þjónusta og ráðgjöf - hlutastarf
Viltu taka vaktina í Lyfju Smáralind?
Við leitum að jákvæðum og þjónustuliprum einstaklingi í þjónustu- og afgreiðslustarf í lyfjaverslun okkar, Lyfju Smáralind. Um er að ræða skemmtilegt starf í líflegu og faglegu umhverfi þar sem lögð er áhersla á frábæra þjónustu og velferð viðskiptavina. Við bjóðum upp á samkeppnishæf laun og gott vinnuumhverfi.
Hlutverk og ábyrgð:
- Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum og lausasölulyfjum
- þjónusta og almenn afgreiðslustörf
- Áfyllingar í verslun
- Afhending lyfja gegn lyfseðli
Við leitum af einstaklingi sem hefur:
- Ríka þjónustulund og jákvætt og gott viðmót
- Áhuga á heilsu og vellíðan
- Áhuga á mannlegum samskiptum
- Reynslu af verslunarstörfum (kostur)
- Góða almenna tölvukunnáttu
- góða íslensku- og enskukunnáttu
Vinnutími:
Alla virka daga frá 13:00 -18:00 sem er um 63% vinnuhlutfall. Möguleiki er á helgarvöktum.
Hvers vegna Lyfja?
Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við sameinum fagmennsku og hlýju í þjónustu okkar og vinnum stöðugt að nýsköpun og heilsueflingu.Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir:
- jákvæðan starfsanda,
- tækifæri til að þróast í starfi,
- að geta nýtt hæfileika sína til fulls.
Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum ríka áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið og býður þar með fjölbreytt og spennandi starfsþróunartækifæri.
Nánari upplýsingar:
Torfi Pétursson, lyfsali 📞530 5800 ✉️ [email protected]
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst og hafi náð 18 ára aldri.
Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.













