Lyfja
Lyfja
Lyfja

Lyfja Ísafirði - Ert þú næsti lyfjafræðingur Lyfjuliðsins?

Við leitum að sjálfstæðum og metnaðarfullum lyfjafræðingi í Lyfju á Ísafirði.

Eitt af því sem gerir starf lyfjafræðings hjá Lyfju á Ísafirði sérstaklega skemmtilegt er hin mikla fjölbreytni. Hér veitum við lyfjafræðilega ráðgjöf, þjónustum einstaklinga og útibú, förum yfir fjölda skipskistna og þjónustum og sinnum einstaklingum í lyfjaskömmtun.

Hlutverk og ábyrgð:

  • Fagleg ráðgjöf um lyf og notkun þeirra – þú sinnir mikilvægu hlutverki í heilbrigðisþjónustu og ert oft fyrsta stopp þeirra sem leita sér stuðnings
  • Afgreiðsla lyfseðla eftir skýrum verkferlum í góðu samstarfi við teymið
  • Stuðningur við öflygt teymi í apótekum og útibúum
  • Umsjón með pöntunum, lyfjabirgðum og þjónustu við viðskiptavini

Hvaða hæfni þarft þú að hafa?

  • Háskólapróf í lyfjafræði og gilt starfsleyfi
  • Þjónustulund, að njóta þess að eiga góð samskipti og veita faglega ráðgjöf
  • Áreiðanleika, skipulag og drifkraft í fjölbreytt og faglegt teymisstarf
  • Áhuga á heilbrigði og vellíðan

Starfið

  • Vinnutími er 10:00–18:00 virka daga og annar hver laugardagur eða skv. samkomulagi.

Starfið er laust nú þegar og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Frestur til að sækja um er til og með 30. september en unnið verður úr umsóknum jafn óðum og þær berast.

Nánari upplýsingar veita Jónas Þór Birgisson, lyfsali Lyfju Ísafirði, sími 456-3009 / [email protected] og Anna Sólmundsdóttir, sérfræðingur í ráðgjöf og lyfjafræðilegri þjónustu ([email protected]).

Hvers vegna Lyfja?

Lyfja er leiðandi fyrirtæki í íslenskri heilbrigðisþjónustu með það að markmiði að lengja líf og bæta lífsgæði landsmanna. Við leggjum áherslu á faglega og hlýlega þjónustu, heilsueflingu og stöðuga nýsköpun.

Við leggjum okkur fram um að skapa vinnuumhverfi þar sem starfsfólk upplifir jákvæðan starfsanda, fær tækifæri til að þróast í starfi og nýtir hæfileika sína til fulls. Við bjóðum upp á öfluga fræðslu, markvissa starfsþróun og leggjum mikla áherslu á gott jafnvægi milli vinnu og einkalífs.

Lyfja rekur 45 apótek og útibú víðs vegar um landið, sem gefur starfsfólki kost á fjölbreyttum og spennandi tækifærum, hvar sem er á landinu.

Utworzono ofertę pracy1. September 2025
Termin nadsyłania podań30. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Ísafjarðarbær, 400 Ísafjarðarbær
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe