Íslenska útflutningsmiðstöðin
Íslenska útflutningsmiðstöðin

Liðsmaður í söluteymi

Íslenska útflutningsmiðstöðin ehf. leitar að öflugum og sjálfstæðum einstaklingi til starfa í söluteymi félagsins. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofustarf þar sem viðkomandi mun vinna náið með viðskiptavinum, öðrum deildum fyrirtækisins og erlendum samstarfsaðilum. Starfið býður upp á spennandi tækifæri til að starfa í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi hjá rótgrónu og traustu fyrirtæki.

Helstu verkefni og ábyrgð

Samskipti við innlenda og erlenda viðskiptavini

Skjalavinnsla, reikningagerð og meðferð útflutningsgagna

Sala, móttaka og eftirfylgni pantana

Skipulag og eftirfylgni flutninga

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. viðskiptafræði eða sambærilegt

Góð almenn tölvukunnátta, sérstaklega í Excel; þekking og reynsla í bókhaldi kostur

Góð kunnátta í ensku, bæði í ræðu og riti

Skipulagshæfni, öguð og nákvæm vinnubrögð

Lipurð í mannlegum samskiptum, jákvæðni og sjálfstæði í starfi

Utworzono ofertę pracy17. December 2025
Termin nadsyłania podań5. January 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Síðamúli
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe