
Leikskólinn Akrar
Akrar eru fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegn um leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.

Leikskólinn Akrar óskar eftir starfsmanni í stuðning
Leikskólinn Akrar auglýsir eftir starfsmanni til að bera ábyrgð á stuðningi við barn með sérþarfir í samvinnu við deildarstjóra og sérkennslustjóra.
Við leitum að drífandi starfsmanni í okkar frábæra teymi. Ef þú hefur gaman af starfi með börnum og allskonar fólki eru miklar líkur á að þú fallir vel inn í hópinn okkar. Starfsandi á Ökrum er góður og einkennist af jákvæðni, gleði og góðri samvinnu.
Akrar er fjögurra deilda leikskóli þar sem áhersla er lögð á nám í gegnum leik í skapandi námsumhverfi. Grunngildi leikskólans eru virkni og vellíðan þar sem við viljum að öllum börnum og fullorðnum líði vel og upplifi gleði og sigra á hverjum degi.
Viltu vera með í okkar liði?
Helstu verkefni og ábyrgð
- Að sinna barni með sérþarfir
- Að sjá um að einstaklingsnámskrá sé framfylgt
- Að starfa í nánu samstarfi við foreldra/forráðamenn, deildarstjóra, aðra starfsmenn og fagaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
- Leyfisbréf til kennslu, uppeldismenntun eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
- Reynsla af starfi í leikskóla eða starfi með börnum
- Ánægja af því að starfa með börnum
- Frumkvæði, samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnu
- Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
Fríðindi í starfi
- Á Ökrum er 38 stunda vinnuvika. Sérstök skráning barna er í vetrar- og jólafríi en lokað er í dymbilviku, sem og 2. janúar vegna dreifingar vinnutíma starfsfólks
- Leikskólinn lokar kl 16:00 á föstudögum en 16:30 aðra daga
- Skipulagsdagar eru fimm á skólaári og eru samræmdir í leik- og grunnskólum Garðabæjar
- Starfsmannafsláttur er af leikskólagjöldum
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt árskort í sundlaugar bæjarins
- Eftir þrjá mánuði í starfi getur starfsfólk fengið frítt bókasafnskort í Bókasafn Garðabæjar ásamt fríu menningarkorti í Hönnunarsafn Íslands
- Eftir sex mánuði í starfi getur starfsfólk fengið heilsuræktarstyrk
Utworzono ofertę pracy20. May 2025
Termin nadsyłania podań31. May 2025
Znajomość języków

Wymagane
Lokalizacja
Línakur 2, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Kompetencje
InicjatywaInterakcje międzyludzkieSamodzielność w pracy
Środowisko pracy
Zawody
Oznaczenia
Więcej ofert pracy (1)
Podobne oferty pracy (12)

Viltu vinna í 7 tíma, en fá greidda 8!
Leikskólar stúdenta

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðvestursvæði
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa

Kennari - Leikskólinn Álfaberg
Hafnarfjarðarbær

Tónmenntakennari - Víðistaðaskóli
Hafnarfjarðarbær

Kennarar - Skarðshlíðarleikskóli
Hafnarfjarðarbær

Þroskaþjálfi - Skarðshlíðarskóli
Hafnarfjarðarbær

Leikskólastjóri - Hlíðarberg
Hafnarfjarðarbær

Urriðaholtsskóli auglýsir eftir leikskólasérkennara
Urriðaholtsskóli

Leikskólastjóri
Ungbarnaleikskólinn Ársól

Leikskólastjóri
Urriðaból Garðabæ

Atvinnuráðgjafi Suðurnes
Vinnumálastofnun

Svæðisstjóri æskulýðsmála á Norðaustursvæði
Þjónustumiðstöð kirkjunnar - Biskupsstofa