

Leikskólastjóri
Skólar ehf. auglýsa eftir leikskólastjóra í Urriðabóli við Kauptún (96 börn) og Urriðaból við Holtsveg (126 börn) sem eru starfandi í Garðabæ (Urriðaholti).
Leikskólarnir eru reknir sameiginlega og er sami leikskólastjóri á báðum leikskólunum.
Við óskum eftir öflugum faglegum leiðtoga í stöðu leikskólastjóra í Heilsuleikskólunum Urriðaból við Kauptún og Holtsveg í Garðabæ. Ef þú býrð yfir góðum samskiptahæfileikum, ert lausnamiðuð/aður og hefur skýra framtíðarsýn um að viðhalda öflugu leikskólastarfi í anda Heilsustefnunnar (https://www.skolar.is/heilsuefling) þá hvetjum við þig að sækja um hjá okkur.
Skólar ehf. er um 25 ára gamalt félag sem rekur nú þegar fimm heilsuleikskóla í Kópavogi, Garðabæ, Reykjanesbæ og Reykjavík.
Allir leikskólarnir hjá Skólum ehf. starfa í anda Heilsustefnunnar og „Heilbrigð sál í hraustum líkama“ er einkunnarorð okkar og vinnum við markvisst að bættri líkamlegri, andlegri og félagslegri heilsu og velferð barnanna. Heilsuefling er höfð að leiðarljósi í einu og öllu í starfi heilsuleikskólanna okkar og auk þess að starfa í anda Heilsustefnunnar störfum við eftir „Heilsueflandi leikskóli“ sem er verkefni á vegum Embætti landslæknis.
Ráðið verður í stöðuna frá 1. september 2025 eða eftir samkomulagi. Um er að ræða 100% starfshlutfall
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun í samráði við skrifstofu.
- Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og stefnu viðkomandi sveitarfélags.
- Samkvæmt starfslýsingu leikskólastjóra ber hann ábyrgð á fag- og fjárhagslegum rekstri leikskólans gagnvart rekstraraðila
- Sér um ráðningar starfsmanna, gerð ráðningarsamninga, vinnuskýrslna, skipuleggur vinnutíma starfsmanna og vinnutilhögun
- Veitir leikskólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi
- Önnur verkefni eru samkvæmt sérstakri starfslýsingu leikskólastjóra
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari og kennslureynsla á leikskólastigi
- Viðbótarmenntun á sviði stjórnunar eða önnur framhaldsmenntun sem nýttist í starfi er æskileg
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Reynsla af faglegri forystu og þróun í leikskólastarfi.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Hreint sakavottorð.
- Samgöngustyrkur
- Líkamsræktarstyrkur
- Afsláttur til starfsfólks af dvalargjöldum í leikskóla












