Leikskólinn Stakkaborg
Leikskólinn Stakkaborg

Leikskólastjóri - Stakkaborg

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu leikskólastjóra Stakkaborg lausa til umsóknar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir leiðtogahæfileikum og er tilbúinn til að leiða áfram gott og metnaðarfullt leikskólastarf í Stakkaborg.


Leikskólinn Stakkaborg er 5 deilda leikskóli með 101 barn í vistun. Í stefnu leikskólans er lögð áhersla á leikinn, flæði, tónlist, hreyfingu og vináttu. Einkunnarorð leikskólans eru gleði – hreyfing – vinátta. Lögð er áhersla á að mæta börnum á þeirra forsendum og af virðingu. Innan skólans er starfandi öflugt sérkennsluteymi. Við erum með flottan og metnaðarfullan starfsmannahóp og leggjum okkur fram um hafa gaman í vinnunni og vinna með styrkleika starfsmanna. Það er góður starfsandi í leikskólanum og samvinna milli deilda er mikil. Við eru að fara af stað í þróunarverkefni ásamt öðrum leikskólum í hverfinu varðandi tónlist. Við erum með verkefnastjóra í tónlist, íþróttum og læsi. Í leikskólanum er mikil útivist og góður garður fyrir nemendur. Starfsaðstæður hafa verið bættar og stækkaði leikskólinn í febrúar síðastliðnum. Við erum með öflugt og virkt foreldrafélag.

Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starf í leikskólanum.

Starfið er laust frá 25. september.

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslends vegna Félags stjórnenda í leikskólum.Nánari upplýsingar um starfið veitir Gyða Guðmundsdóttir í síma 4111111 og tölvupósti [email protected]


Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Vera faglegur leiðtogi leikskólans og móta framtíðarstefnu hans innan ramma laga, reglugerða, aðalnámskrár og stefnu Reykjavíkurborgar.
  • Bera ábyrgð á daglegu starfi í leikskólanum.
  • Skipuleggja foreldrasamstarf í samvinnu við foreldra og starfsmenn.
  • Hafa yfirumsjón með innra mati á starfi leikskólans og umbótaáætlunum.
  • Hvetja til þróunar og nýbreytni í leikskólastarfi.
  • Stýra rekstri leikskólans á grundvelli fjárhagsáætlunar.
  • Bera ábyrgð á starfsmannamálum, svo sem ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun.
  • Skipuleggja tengsl skólans við ýmsa samstarfsaðila.

Í öllu starfi skóla-og frístundasviðs er unnið að innleiðingu Menntastefnu Reykjavíkur, Látum draumana rætast, þar sem leiðarljósin eru virkni og þátttaka barna, aukið samstarf og fagmennska.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Sjálfstæði og frumkvæði.
  • Áhugi og/eða reynsla af að leiða þróunarstarf.
  • Íslenskukunnátta C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
Utworzono ofertę pracy30. August 2025
Termin nadsyłania podań2. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Bólstaðarhlíð 38, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe