Leikskólinn Ylur
Leikskólinn Ylur

Aðstoðarleikskólastjóri - leikskólinn Ylur í Reykjahlíðarskóla

Leikskólinn Ylur auglýsir stöðu aðstoðarleikskólastjóra.
Um er að ræða gefandi og skemmtilegt stjórnunarstarf í góðu starfsumhverfi barna og fullorðinna. Tækifæri til faglegar starfsþróunar og þátttaka í þróun á starfinu. Leitað er að leikskólakennara með leiðtogahæfileika sem er tilbúinn að taka þátt í að leiða áfram metnaðarfullt og faglegt starf leikskólans.

Ylur er tveggja deilda leikskóli í Mývatnssveit en grunnskólinn, Reykjahlíðarskóli og leikskólinn Ylur eru samreknir. Í leikskólanum eru 26 börn á aldrinum 1 – 5 ára, en gert er ráð fyrir fleiri börn hefji dvöl á næstu mánuðum. Ylur er grænfána- og heilsueflandi leikskóli sem leggur áherslu á heilsueflingu, vináttu, leik og útikennslu. Mikið og gott samstarf er á milli leik- og grunnskólans og íþróttamiðstöðvarinnar í Mývatnssveit.

Um er að ræða spennandi starf fyrir metnaðarfullan leikskólakennara. Leitað er að einstaklingi með góða hæfni og lipurð í samskiptum, með góða þekkingu og reynslu af leikskólastarfi og hæfni til að veita faglega forystu.

Við leitum að starfsfólki sem
• Treystir sér í faglega og metnaðarfulla vinnu
• Hefur brennandi áhuga á að starfa með börnum
• Er lausnamiðað og vill taka þátt i samstarfi og teymisvinnu
• Hefur reynslu/menntun af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum
Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans.
Gerðar eru kröfur um mikla hæfni í mannlegum samskipum, stundvísi, hreint sakarvottorð og góða íslenskukunnáttu í töluðu og rituðu máli.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir einstaklingar án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FSL (Félags Stjórnenda á Leikskólum)
Umsóknarfrestur er til 11. september 2025.
Sveitarfélagið hefur laust leiguhúnsæði til umráða.
Frekari upplýsingar gefur skólastjóri, Huld Aðalbjarnardóttir, [email protected] og í síma 848-2205.
Nánari upplýsingar um leikskólann er hægt að finna á https://reykjahlidarskoli.is/leikskoli

Helstu verkefni og ábyrgð


Faglegur leiðtogi og stuðningur við aðra starfsmenn leikskólans.
Vinna ásamt skólastjóra að daglegri stjórnun auk skipulagningar kennslu- og uppeldisstarfsins.
Staðgengill skólastjóra í fjarveru hans.
Sinnir starfi deildarstjóra leikskólans.
Virkur þátttakandi í mótun stefnu leikskólans og áætlunargerð með skólastjóra.
Samskipti og samvinna við foreldra.
Sinna öðrum þeim verkefnum sem skólastjóri felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu.
Góð reynsla af starfi í leikskóla
Reynsla af stjórnun æskileg.
Stjórnunarhæfileikar og vilji til að leita nýrra leiða.
Mjög góð hæfni og lipurð í samskiptum.
Sjálfstæði og frumkvæði.
Góð íslenskukunnátta

Utworzono ofertę pracy28. August 2025
Termin nadsyłania podań11. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Hlíðavegur 6, 660 Mývatn
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Bez kryminalnej przeszłościPathCreated with Sketch.NauczycielPathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkie
Zawody
Tagi zawodowe