

Leikskólastjóri - Leikskólinn Aðalþing
Kennarafélagið ehf. óskar eftir að ráða öflugan leiðtoga í stöðu leikskólastjóra við leikskólann Aðalþing. Leikskólinn Aðalþing er fjögurra deilda leikskóli og í honum dvelja 116 börn. Leitað er eftir drífandi, umbótadrifnum og skipulögðum einstaklingi sem hefur góða hæfni í mannlegum samskiptum og metnað fyrir að ná árangri í starfi.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
- Kennslureynsla á leikskólastigi.
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
- Hreint sakavottorð.
Ráðið er í stöðuna frá 1. október 2025 eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags stjórnenda í leikskólum.
Umsókn um starfið fylgi starfsferilskrá, leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á starfið í leikskólanum. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Leikskólinn Aðalþing starfar í anda Reggio Emilia. Hátt hlutfall starfsmanna eru kennaramenntaðir og skólinn hefur hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir nýbreytni og lýðræðislegar starfsaðferðir.
Vinnutímastytting er að hluta til tekin milli jóla og nýárs, í dymbilviku og tveimur vetrarfríum þegar leikskólinn er lokaður. Rest af vinnutímastyttingu er safnað upp og tekin út í fríum eins og best hentar hverjum og einum starfsmanni.
Tilgangur árlegra námsferða erlendis er að afla nýrrar þekkingar og kynnast skólastarfi og námsumhverfi á öðrum vettvangi. Einnig að styrkja liðsheildina og starfsfólkið sem hóp. Okkur finnst mikilvægt að starfið í skólanum okkar beri þess merki að námsferðir séu gagnlegar.
Við erum nú í samstarfi við Reggio Emilia um að þróa sameiginlega námskrá fyrir Börn, náttúru og mat undir vinnuheitinu "Child is nature"
Aðalþing tekur líka þátt í þriggja ára þróunarverkefni um Hæglátt skólastarf sem hlotið hefur nafnið Stilla, í samstarfi við þrjá aðra leikskóla og fjóra háskóla.
Skólinn er rekinn af stórum hópi kennara við skólann og heitir fyrirtækið Kennarafélagið sem er með þjónustusamning við Kópavogsbæ.
Allur matur er unninn frá grunni og í mars varð Aðalþing fyrsta skólaeldhúsið á Íslandi til að fá Svansvottun á matinn.
Árið 2022 varð Aðalþing fyrsti leikskólinn til að hljóta Íslensku menntaverðlaunin, fyrir framúrskarandi skólastarf og lýðræðislega starfshætti. Árið 2023 varð Aðalþing fyrsti leikskólinn til að hljóta Orðsporið, fyrir framsækið skólastarf og metnað í starfsþróun og umbótastarfi. Einnig fyrir að ráðast i fjölda þróunarverkefna og viðhafa lýðræðislega starfshætti i öllu starfi leikskólans.
Umsóknarfrestur er til 5. september 2025
Nánari upplýsingar gefur Herdís Ágústa Matthíasdóttir sérkennslustjóri, [email protected] eða síma 5150930.
- Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri og starfsemi leikskólans.
- Fagleg forysta á sviði kennslu og þróunar í skólastarfi.
- Ábyrgð á að leikskólinn starfi samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og menntastefnu sveitarfélagsins.
- Ábyrgð á að rekstur leikskólans sé innan ramma fjárhagsáætlunar.
- Umsjón með ráðningum starfsfólks, skipulagi vinnutíma og vinnutilhögun.
- Þátttaka í stefnumörkun á sviði málaflokksins og innleiðing stefnu.
- Þátttaka í samstarfi við aðila í skólasamfélagi sveitarfélagsins.
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari.
- Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar- og/eða menntunarfræða er æskileg.
- Kennslureynsla á leikskólastigi.
- Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er æskileg.
- Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.
- Þekking á rekstri og áætlanagerð.
- Reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði í starfi, skýr framtíðarsýn og faglegur metnaður.
- Góð tölvufærni og þekking á nauðsynlegum kerfum.
- Framúrskarandi hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
- Hreint sakavottorð.












