
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Lagermaður - Hafnarfjörður
Við leitum að metnaðarfullum og áreiðanlegum einstaklingi til starfa í birgðadeild Terra.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf með áherslu á sjálfstæð vinnubrögð, fagmennsku og frábæra samskiptahæfni. Starfið býður upp á gott tækifæri til að taka virkan þátt í mótun öflugrar, nýrrar starfseiningar innan fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg lagerstörf
- Eftirfylgni með rafrænum verkbeiðnum
- Samskipti við viðskiptavini, samstarfsfólk og aðrar deildir vegna viðgerða, viðhalds og þrifa á öllum ílátum félagsins á suðvesturhorni landsins
- Uppsetning, prófun og stillingar á skynjurum og tengdum búnaði sem styður stafræna þróun félagsins
- Þátttaka í umbótaverkefnum og þróun vinnuferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Íslenska- og enskukunnátta skilyrði
- Vinnuvélaréttindi og/eða meirapróf er kostur
Utworzono ofertę pracy26. November 2025
Termin nadsyłania podańŻaden
Znajomość języków
AngielskiWymagane
islandzkiWymagane
Lokalizacja
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
Pozytywne nastawienieSumiennośćNastawienie do klienta
Środowisko pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Więcej ofert pracy (2)
Podobne oferty pracy (12)

Verkstæðisformaður/ Lagerstjóri
Atlas Verktakar ehf

Logskurðarmaður - Hafnarfjörður
Hringrás Endurvinnsla

Bílstjóri/lagermaður
Hegas ehf.

Löður - mannaðar stöðvar
Löður

Lagerstarfsmaður í Bolungarvík
Arna

Starfsmaður á lager Hafnarfirði
Ferro Zink hf

Safnvörður á Byggðasafnið á Garðskaga
Suðurnesjabær

Tæknimaður hjá Íslandsspilum
Íslandsspil sf.

Öflugur og úrræðagóður aðili í fjölbreytt störf hjá Landhelgisgæslunni
Landhelgisgæsla Íslands

Tækjasérfræðingur - Ergo
Íslandsbanki

Fullt starf í verslun Perform (100%)
PERFORM

Iðnaðarmaður í Þjónustumiðstöð
Seltjarnarnesbær