Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Safnvörður á Byggðasafnið á Garðskaga

Suðurnesjabær óskar eftir starfsmanni í fullt starf safnvarðar á Byggðasafnið á Garðskaga í Suðurnesjabæ. Leitast er eftir áhugasömum og þjónustuliprum einstaklingi sem sinnir fjölbreyttum verkefnum sem tengjast safnastarfi og vélasafni. Starfið er spennandi tækifæri fyrir einstakling sem hefur áhuga á menningu, sögu og samskiptum við fólk, ásamt því að hafa áhuga og þekkingu á vélum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Móttaka gesta, leiðsögn um safnið og afgreiðsla í safnverslun.
  • Safnvarsla og þátttaka í uppsetningu sýninga.
  • Umsjón með vélasafni.
  • Upplýsingaþjónusta við ferðamenn.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Góð samskiptahæfni og þjónustulund
  • Áhugi og þekking á vélum - iðnmenntun eða þekking sem nýtist í starfi
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
  • Áhugi á safnastarfi, menningu og sögu svæðisins
  • Almenn tölvukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét I. Ásgeirsdóttir, forstöðumaður safna hjá Suðurnesjabæ, í tölvupósti á netfang [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 30. desember.

Greinargóð ferilskrá fylgi umsókn og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, fyrri störfum umsækjanda, menntun og reynslu.

Laun eru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Utworzono ofertę pracy15. December 2025
Termin nadsyłania podań30. December 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
AngielskiAngielski
Wymagane
Kompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Skagabraut 100, 250 Garður
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe