Iðan fræðslusetur
Iðan fræðslusetur

Iðan leitar að markaðsfulltrúa

Iðan er leiðandi fræðslusetur fyrir iðngreinar á Íslandi og þjónar fjölbreyttum hópi einstaklinga og fyrirtækja um land allt. Hjá Iðunni mætast fagleg þekking, tækni og skýr sýn á framtíð iðngreina. Við leitum að markaðsfulltrúa sem hefur áhuga á að miðla hlutverki Iðunnar með faglegum og skapandi hætti.

Okkur vantar hugmyndaríkan og drífandi einstakling sem hefur brennandi áhuga á efnisgerð, starfrænni miðlun og vera í samskiptum við fjölbreytta markhópa á áhrifaríkan hátt. Markaðsfulltrúi starfar náið með markaðsstjóra og kemur að daglegri framkvæmd markaðsstarfs Iðunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Hönnun og framleiðsla auglýsinga- og kynningarefnis
  • Umsjón með samfélagsmiðlum, markpóstum og tölvupóstherferðum
  • Greining á árangri og markhópum til að styðja við markvissara markaðsstarf
  • Ljósmyndun, myndbandsgerð og textagerð
  • Þátttaka í upptökum og framleiðslu efnis í stúdíói Iðunnar
  • Skipulag og samhæfing efnisdagatals og birtinga
  • Þátttaka í þróun og umbótum á vefnum
  • Ábyrgð á framsetningu og samþættingu markaðsefnis á vef
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. grafísk hönnun eða markaðsfræði
  • Reynsla af stafrænum miðlum, efnisgerð og framleiðslu fyrir samfélagsmiðla
  • Mjög góð færni í Canva og grunnfærni í Adobe kerfum
  • Góð tæknilæsi og vilji til að læra á ný kerfi og búnað
  • Góð skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í teymisvinnu
  • Grunnþekking á vefgreiningu og leitarvélabestun
  • Framúrskarandi hæfni í textagerð og samskiptum
  • Jákvætt viðhorf, skapandi hugsun og hugmyndaauðgi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta
Utworzono ofertę pracy29. January 2026
Termin nadsyłania podań12. February 2026
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe