
Iðan fræðslusetur
Iðan er fræðslusetur í iðnaði og sinnir símenntun starfsmanna í bílgreinum, bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, prent- og miðlunargreinum og matvæla- og veitingagreinum. Námsframboðið er fjölbreytt og í stöðugri þróun en markmið Iðunnar er að stuðla að framúrskarandi færni, framþróun og nýsköpun meðal starfsfólks í iðngreinum.
Iðan leitar að markaðsfulltrúa
Iðan er leiðandi fræðslusetur fyrir iðngreinar á Íslandi og þjónar fjölbreyttum hópi einstaklinga og fyrirtækja um land allt. Hjá Iðunni mætast fagleg þekking, tækni og skýr sýn á framtíð iðngreina. Við leitum að markaðsfulltrúa sem hefur áhuga á að miðla hlutverki Iðunnar með faglegum og skapandi hætti.
Okkur vantar hugmyndaríkan og drífandi einstakling sem hefur brennandi áhuga á efnisgerð, starfrænni miðlun og vera í samskiptum við fjölbreytta markhópa á áhrifaríkan hátt. Markaðsfulltrúi starfar náið með markaðsstjóra og kemur að daglegri framkvæmd markaðsstarfs Iðunnar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun og framleiðsla auglýsinga- og kynningarefnis
- Umsjón með samfélagsmiðlum, markpóstum og tölvupóstherferðum
- Greining á árangri og markhópum til að styðja við markvissara markaðsstarf
- Ljósmyndun, myndbandsgerð og textagerð
- Þátttaka í upptökum og framleiðslu efnis í stúdíói Iðunnar
- Skipulag og samhæfing efnisdagatals og birtinga
- Þátttaka í þróun og umbótum á vefnum
- Ábyrgð á framsetningu og samþættingu markaðsefnis á vef
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi, s.s. grafísk hönnun eða markaðsfræði
- Reynsla af stafrænum miðlum, efnisgerð og framleiðslu fyrir samfélagsmiðla
- Mjög góð færni í Canva og grunnfærni í Adobe kerfum
- Góð tæknilæsi og vilji til að læra á ný kerfi og búnað
- Góð skipulagshæfni, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni í teymisvinnu
- Grunnþekking á vefgreiningu og leitarvélabestun
- Framúrskarandi hæfni í textagerð og samskiptum
- Jákvætt viðhorf, skapandi hugsun og hugmyndaauðgi
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Utworzono ofertę pracy29. January 2026
Termin nadsyłania podań12. February 2026
Znajomość języków
islandzkiWymagane
AngielskiWymagane
Lokalizacja
Vatnagarðar 20, 104 Reykjavík
Rodzaj pracy
Zawody
Tagi zawodowe
Podobne oferty pracy (12)

Art Director með reynslu
Kontor Auglýsingastofa ehf

Skapandi efnis- og samfélagsmiðlasérfræðingur
Saltverk

Sérfræðingur í markaðsdeild
Arion banki

Markaðs- og kynningarfulltrúi KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Markaðsfulltrúi
Pósturinn

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
KPMG á Íslandi

Markaðssérfræðingur með áherslu á efnissköpun & umsjón samfélagsmiðla
Laugarás Lagoon

Birtingastjóri/-stýra
EssenceMediacom Íslandi

Social Media Manager / Samfélagsmiðlastjóri
Smitten

Söluráðgjafi í Nýja bíla
Toyota

Hönnuður
Markend ehf.

Vilt þú sjá um samfélagsmiðla KEF?
Isavia / Keflavíkurflugvöllur