

Heilbrigðisgagnafræðingur - Heilsugæslan Hlíðum
Langar þig að koma og starfa á nýrri og glæsilegri heilsugæslustöð?
Við hjá Heilsugæslunni Hlíðum leitum að jákvæðum og drífandi heilbrigðisgagnafræðingi til að koma til liðs við okkur. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt í starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun. Um er að ræða 80% ótímabundið starf og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi.
Heilsugæslunni er ætlað að veita íbúum almenna, samfellda og aðgengilega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi heilsugæslunnar er í örri framþróun þar sem áhersla er lögð á náið samstarf fagstétta og teymisvinnu. Á heilsugæslustöðinni Hlíðum eru starfandi sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi og riturum.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
- Ber ábyrgð á ritun og umsýslu sjúkragagna vegna skjólstæðinga og í samvinnu við annað samstarfsfólk
- Sér um móttöku, skráningu, skönnun og meðferð gagna í sjúkraskrárkerfinu Sögu
- Sinnir lyfjaendurnýjun í lyfjasíma og Heilsuveru
- Kemur að flokkun og svörun fyrirspurna í Heilsuveru
- Samskipti við skjólstæðinga, aðrar heilbrigðisstofnanir, tryggingarfélög, lögfræðinga og fleiri
- Aðstoðar í móttöku eftir þörfum
- Önnur tilfallandi störf
- Nám í heilbrigðisgagnafræði
- Starfsleyfi frá Embætti landlæknis
- Reynsla af ritarastarfi kostur
- Þekking og reynsla af upplýsinga- og skjalastjórnun
- Reynsla og þekking af Sögukerfi æskilegt
- Reynsla af Heilsugátt kostur
- Framúrskarandi samskiptahæfileikar, rík þjónustulund og jákvætt hugafar
- Skipulagshæfni, sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð
- Góð almenn tölvukunnátta skilyrði
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
- Góð almenn enskukunnáttu
Heilsustyrkur
Samgöngustyrkur

