Í-Mat ehf.
Í-Mat ehf.

Gæðastjóri

Matarstund er ört vaxandi fyrirtæki sem sérhæfir sig í heilsusamlegum og heimilislegum skólamáltíðum fyrir börn og ungmenni. Við leggjum mikla áherslu á gæði, hollustu og ábyrga framleiðslu – og nú leitum við að metnaðarfullum Gæðastjóra til liðs við okkur.

Gæðastjóri Matarstund ber ábyrgð á að tryggja að allur rekstur, framleiðsla og þjónusta fyrirtækisins uppfylli lögbundnar kröfur, gæðastaðla og væntingar viðskiptavina. Gæðastjórinn leiðir innleiðingu og eftirfylgni verklagsreglna, gæðahandbókar og vottana, með það að markmiði að tryggja öryggi, hollustu og áreiðanleika í allri starfsemi Matarstundar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Setja upp, viðhalda og þróa gæðakerfi fyrirtækisins í samræmi við lög og reglugerðir (t.d. Matvælastofnun, Heilbrigðiseftirlit).

  • Tryggja að farið sé eftir HACCP-matvælaöryggiskerfi og leiðbeina starfsfólki um framkvæmd þess.

  • Fylgjast með og yfirfara reglulega hreinlætis- og öryggisstaðla í eldhúsum og framleiðslu.

  • Hafa eftirlit með hráefnum, birgjum og innkaupum til að tryggja að þau standist gæðakröfur.

  • Stýra og halda utan um gæðaskýrslur, mælingar og eftirlitsskrár.

  • Þjálfa og fræða starfsfólk í gæðamálum og innleiða verklag til stöðugra umbóta.

  • Taka þátt í innri og ytri úttektum og bregðast við athugasemdum með umbótaráætlunum.

  • Bregðast skjótt við kvörtunum, frávikum og atvikum og tryggja lausnir sem styrkja traust viðskiptavina.

  • Starfa náið með framleiðslustjóra, matráðum og stjórnendum til að tryggja skilvirkt gæðastarf.

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun í matvælafræði, gæðastjórnun, líftækni eða skyldu fagi er æskileg.

  • Reynsla af gæðastjórnun eða matvælaframleiðslu er mikill kostur.

  • Góð þekking á HACCP og matvælalöggjöf.

  • Skipulögð og nákvæm vinnubrögð með færni í gagnasöfnun og skýrslugerð.

  • Leiðtogahæfni, færni í samskiptum og hæfni til að fræða og hvetja starfsfólk.

  • Gott vald á íslensku og ensku í rituðu og töluðu máli.

Fríðindi í starfi
  • Daglegur hádegisverður frá eldhúsi Matarstund – hollur og góður matur.

  • Sveigjanlegur vinnutími að hluta (innan ramma starfseminnar).

  • Hlýlegt og fjölskylduvænt vinnuumhverfi.
Utworzono ofertę pracy1. September 2025
Termin nadsyłania podań20. September 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Ojczysty
Lokalizacja
Fjarðargata 11, 220 Hafnarfjörður
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Zarządzanie systemami jakości
Zawody
Tagi zawodowe