PwC
PwC
PwC

Ert þú upprennandi endurskoðandi?

Vilt þú efla hæfni þína á sviði endurskoðunar og reikingsskila í alþjóðlegu umhverfi?

Við leitum að drífandi einstaklingum með áhuga á endurskoðun og reikningsskilum til starfa á skrifstofu okkar í Reykjavík í annað hvort hlutastarf eða fullt starf. Við bjóðum upp á tækifæri til að vaxa í starfi og sveigjanlegt starfsumhverfi. Þetta starf er tilvalið fyrir aðila sem eru á 3. ári í BS námi, eða hafa nýlokið BS eða Masters námi. Þetta starf hentar líka þeim sem langar að öðlast frekari starfsreynslu hjá alþjóðlegu fyrirtæki, kynnast starfi endurskoðanda eða langar að verða endurskoðandi.

Viðkomandi mun starfa í fjölbreyttum verkefnum undir handleiðslu sérfræðinga í endurskoðun og reikningsskilum og mynda náin tengsl við bæði löggilta endurskoðendur og aðra nema í endurskoðun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Þátttaka í undirbúning og framkvæmd endurskoðunar og reikningsskila fjölbreyttra fyrirtækja, stofnana, sveitarfélaga og annarra lögaðila

  • Þátttaka í uppgjörum og uppsetningu ársreikninga

  • Önnur tengd og tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Bachelor gráða í viðskiptafræði, hagfræði eða annarri tengdri námsgrein, eða við það að ljúka gráðunni

  • Ástundun meistaranáms í reikningsskilum og endurskoðun, eða að hafa lokið slíku námi, er kostur

  • Starfsreynsla í skrifstofuumhverfi og bókhaldi er kostur

  • Metnaður til að ná árangri í starfi

  • Skipulagshæfni og vönduð vinnubrögð

  • Hæfni til að vinna í hóp

  • Sjálfstæði, frumkvæði og sterk samskiptahæfni

Utworzono ofertę pracy1. October 2024
Termin nadsyłania podań14. October 2024
Znajomość języków
AngielskiAngielskiDoskonale
islandzkiislandzkiKompetencje na wysokim poziomie
Lokalizacja
Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík
Rodzaj pracy
Odpowiada
Zawody
Oznaczenia