Intellecta
Intellecta
Intellecta

Bókari

Viðskiptavinur Intellecta óskar eftir að ráða til sín starfsmann í bókhald á skrifstofu fyrirtækisins. Viðkomandi mun einnig sinna öðrum tilfallandi skrifstofustörfum. Í boði eru fjölbreytt verkefni á góðum vinnustað. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og búa yfir ríkri þjónustulund og góðum samskiptahæfileikum. Unnið er úr umsóknum um leið og þær berast.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Færsla bókhalds
  • Innheimta, uppgjör og afstemmingar
  • Samskipti við hagaðila og viðskiptavini
  • Gagnaöflun, utanumhald og úrvinnsla gagna
  • Önnur tilfallandi skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Haldgóð þekking og reynsla af bókhaldi
  • Þjónustulund ásamt góðri samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði, metnaður og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð þekking á bókhaldskerfi DK er æskileg
  • Gott vald á íslensku og ensku

Umsóknarfrestur er til og með 10. september 2025. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir aðilar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.

Nánari upplýsingar veita Þuríður Pétursdóttir ([email protected]) í síma 511-1225.

Utworzono ofertę pracy29. August 2025
Termin nadsyłania podań12. September 2025
Znajomość języków
AngielskiAngielski
Wymagane
Doskonale
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Höfðabakki 9, 110 Reykjavík
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.Samodzielność w pracy
Zawody
Tagi zawodowe