
Langanesbyggð
Langanesbyggð er öflugt og vaxandi sveitarfélag með miklar væntingar og spennandi framtíðarmöguleika. Samfélagið er lítið og samhent þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá notið sín. Þéttbýlisstaðir eru tveir, Þórshöfn og Bakkafjörður auk dreifbýlis í Þistilfirði og á Langanesströnd. Alls er sveitarfélagið um 2500km2. Íbúar eru um 580.
Hjúkrunarheimilið Naust er í eigu Langanesbyggðar. Framkvæmdir standa yfir við umfangsmiklar endurbætur á á því og er fyrsta áfanga lokið. Endurbætur fóru fram á Grunnskólanum fyrir 10 árum og nýr leikskóli var tekinn í notkun haustið 2019. Öll almenn þjónusta er á Þórshöfn, verslun, veitingastaður og gististaður, gott íþróttahús og innisundlaug. Ungmennafélag Langnesinga stendur fyrir öflugu íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Í næsta nágrenni eru margar af helstu náttúruperlum landsins og ótal spennandi útivistarmöguleikar, s.s. fallegar gönguleiðir og stang- og skotveiði.
Mikið og fjölbreytt félagslíf er í byggðarlaginu. Samgöngur eru góðar, m.a. flug fimm daga vikunnar til Reykjavíkur um Akureyri.
Langanesbyggð leitar að fólki á öllum aldri og, kynjum, með margs konar menntun og reynslu. Í samræmi við jafnréttisáætlun Langanesbyggðar eru öll kyn hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu.

Afleysing í eldhús
Hjúkrunarheimilið Naust óskar eftir að ráða starfsmann í sumarafleysingu í eldhús.
Naust er hjúkrunar- og dvalarheimili með rými fyrir 14 íbúa, staðsett á Þórshöfn í Langanesbyggð
Við leggjum áherslu á að hafa heimilislegt andrúmsloft. Hjá okkur starfar flottur hópur starfsfólks sem í heild sinni sér til þess að hér er mjög notalegt að vera.
Óskað er eftir einstakling í almenn eldhússtörf í eldhúsið hjá Naust í sumarafleysingu. Unnið er samkvæmt vaktaplani og eru verkefnin af ýmsum toga.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Æskilegt er að umsækjandi hafi náð 18 ára aldri
- Jákvæðni og vinnusemi
- Sjálfstæði og stundvísi
- Góð færni í samskiptum
- Kunnátta til að elda mat sem hæfir íbúum Nausts
Fríðindi í starfi
- Niðurgreitt húsnæði
Utworzono ofertę pracy15. April 2025
Termin nadsyłania podań10. May 2025
Znajomość języków

Opcjonalnie

Wymagane
Lokalizacja
Langanesvegur 3B, 680 Þórshöfn
Rodzaj pracy
Zawody
Oznaczenia
Podobne oferty pracy (12)

Aðstoð í mötuneyti
Veritas

Aðstoðarmatráður við leikskólann Eyrarvelli í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Uppvask / Kitchen porter
Laugarás Lagoon

Kokkar / Chefs
Laugarás Lagoon

Starfsmaður óskast í félagsmiðstöð eldri borgra Garðabæ
Garðabær

Yfirmatreiðslumeistari
Ráðlagður Dagskammtur

Starf í sérfæðisdeild
Skólamatur

Aðstoðarmatráður í nemendaeldhús í Flóaskóla
Flóaskóli

Fjallsárlón Frost Restaurant - cook
Frost Restaurant

Uppvaskari/Dishwasher
Brasserie Kársnes

Matartæknir óskast til starfa á Heilbrigðisstofnun Suðurland
Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Matreiðslumaður í miðlægt eldhús í Reykjanesbæ
Skólamatur