Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ
Hofsstaðaskóli Garðabæ

Aðstoðarumsjónarmaður á frístundaheimili í Hofsstaðaskóla

Laus er til umsóknar staða aðstoðarumsjónarmanns í 80% starfi í frístundaheimilinu Regnboganum í Hofsstaðaskóla. Frístundaheimilið þjónar um 200 börnum í 1.-4. bekk og veitir þeim og foreldrum þeirra heildstæða og faglega frítímaþjónustu í samþættu skóla- og frístundastarfi. Möguleiki er á 100% starfi með því að taka að sér önnur verkefni innan skólans.

Í Hofsstaðaskóla eru 460 nemendur í 1. - 7. bekk og þar starfa um 90 starfsmenn með það að markmiði að hlúa að nemendum námslega og félagslega og koma til móts við áhuga þeirra og getu. Vel er búið að nemendum og starfsmönnum og er öll aðstaða í skólanum til fyrirmyndar. Nánari upplýsingar um skólann má finna á vefsíðunni www.hofsstadaskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Skipulagning og umsjón með faglegu starfi og daglegum rekstri Regnbogans í samstarfi við umsjónarmann.
  • Samskipti og samstarf við skólann, félög og aðra þá sem bjóða upp á tómstundastarf fyrir börn
  • Samstarf og samskipti við foreldra og starfsfólk skólans
  • Upplýsinga- og kynningarstarf
  • Staðgengill umsjónarmanns
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu t.d. í tómstundafræðum, uppeldisfræðum eða sambærileg menntun
  • Reynsla af starfi á frístundaheimili æskileg
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Íslenskukunnátta á stigi B2 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvæðni, frumkvæði og dugnaður
  • Almenn tölvukunnátta auk skipulags- og stjórnunarhæfileika
Hlunnindi

Starfsmenn sveitarfélagsins fá hreyfistyrk, frítt í sund, bókasafn Garðabæjar og Hönnunarsafn Íslands. Þá hefur starfsfólk í skólum Garðabæjar möguleika á að sækja um styrki í Þróunarsjóði leik- og grunnskóla Garðabæjar og er þeim ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla bæjarins.

Utworzono ofertę pracy21. July 2025
Termin nadsyłania podań6. August 2025
Znajomość języków
islandzkiislandzki
Wymagane
Doskonale
Lokalizacja
Skólabraut 5, 210 Garðabær
Rodzaj pracy
Kompetencje
PathCreated with Sketch.InicjatywaPathCreated with Sketch.Pozytywne nastawieniePathCreated with Sketch.Interakcje międzyludzkiePathCreated with Sketch.SumiennośćPathCreated with Sketch.Samodzielność w pracyPathCreated with Sketch.Punktualność
Odpowiada
Zawody
Tagi zawodowe