

Aðstoðarleikskólastjóri í Læk
Aðstoðarleikskólastjóri óskast í leikskólann Læk.
Lækur er sex deilda leikskóli staðsettur í Kópavogsdal þar sem stutt er í góð og skemmtileg útivistarsvæði á öllum árstímum. Deildir skólans eru aldursskiptar, eldri börnin eru í Stóra-Læk og yngri börnin í Litla-Læk.
Lögð er áhersla á góðan starfsanda sem einkennist af virðingu, umburðarlyndi, gleði og jákvæðu viðmóti.
Einkunnarorð leikskólans eru sjálfræði, umhyggja og virðing.
Aðstoðarleikskólastjóri er staðgengill leikskólastjóra. Hann er leiðandi aðili í skipulagi faglegs starfs innan leikskólans og tekur virkan þátt í stjórnun og umsjón starfsmannamála ásamt virku samstarfi við foreldra.
- Er aðstoðarmaður leikskólastjóra og ber ásamt honum ábyrgð á rekstri skólans
- Er staðgengill í fjarveru leikskólastjóra og starfar þá samkvæmt starfslýsingu hans
- Vinnur ásamt leikskólastjóra að daglegri stjórnun leikskólans og skipulagningu skólastarfsins
- Ber ásamt leikskólastjóra ábyrgð á að unnið sé eftir aðalnámskrá leikskóla og skólanámskrá leikskólans, að áætlanir þar um séu gerðar og reglulegt mat fari fram
- Sér um samskipti og samvinnu við foreldra í samráði við leikskólastjóra
- Sinnir að öðru leyti þeim verkefnum er varðar stjórnun leikskólans sem yfirmaður felur honum
- Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
- Reynsla af starfi og stjórnun í leikskóla
- Framhaldsnám í stjórnun eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi æskileg
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Fagleg forysta, sýn og vilji til nýbreytni og þróunar í leikskólastarfi
- Frumkvæði, lausnamiðuð hugsun og metnaður til að ná árangri í starfi
- Góð tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta og ritfærni
Frítt fæði
Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins
Styttri vinnuvika - stytting að hluta til notuð í páskafrí, tvö vetrarfrí og jólafrí












