

Aðstoðarforstöðumaður frístundar í Borgarnesi
Óskum eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman einstakling til að starfa sem aðstoðarforstöðumaður frístundar í Borgarnesi.
Meginhlutverk frístundaheimila fyrir 6-9 ára börn er að bjóða þeim innihaldsríkt frístundastarf í öruggu umhverfi þar sem við leggjum mikið uppúr lýðræðisþátttöku barna, vinnum í opnu starfi, klúbbum og sértæku hópastarfi. Leiðarljós frístundaheimila er að bjóða öllum börnum þátttöku í fjölbreyttu frístundastarfi án aðgreiningar með það að markmiði að efla sjálfstraust og félagsfærni þeirra. Einnig að bjóða upp á umhverfi sem einkennist af öryggi, fagmennsku og virðingu þar sem jákvæð samskipti og lýðræðislegir starfshættir eru í hávegum hafðir.
Um er að ræða 80-100% starf og unnið er samkvæmt gæðaviðmiðum í frístundarstarfi.
- Skipuleggja, undirbúa og framkvæma frístundastarfið í samráði við þátttakendur og forstöðumann frístundar.
- Efla virkni, ábyrgð, sjálfsmynd og sjálfstæði barna á frístundarheimilinu með fjölbreyttum og aldursviðeigandi viðfangsefnum.
- Utanumhald yfir skráningar og samskipti við foreldra og aðra sem koma að frístundarstarfinu.
- Að veita starfsmönnum leiðsögn um framkvæmd vinnunnar og stuðla að lýðræðislegum starfsháttum og góðum starfsanda.
- Skipulag og utanumhald með sumarfjöri sem er leikjanámskeið fyrir börn í 1.-4 bekk ásamt forstöðumanni.
- Þátttaka í að móta stefnu og framtíðarsýn frístundar í Borgarbyggð.
- Er faglegur leiðtogi og tekur virkan þátt í starfi með börnum á starfstíma frístundaheimilis
- Er staðgengill forstöðumanns.
- Menntun á sviði uppeldis, félags- eða tómstundamála eða önnur sambærileg menntun.
- Reynsla sem nýtist í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.
- Góð íslenskukunnátta í mál og riti
- Áhugi á að starfa með börnum
- Frumkvæði, sjálfstæði og fagmennska í vinnubrögðum.





















