

Frítt netnámskeið: Bætt líðan á breytingaskeiði
3 dagar: Frítt netnámskeið
Náttúrulegar lausnir fyrir nýtt upphaf á breytingaskeiði
Ef þú veist hvert vandamálið er verður auðveldara að snúa hlutunum við
Það sem þú lærir á þessum 3 dögum
-
Lærðu að skilja einkennin þín og hvað veldur þeim
Undirliggjandi ástæður fyrir breytingaskeiðseinkennum.
Hormónaheilsa og lífsstíll og hvernig þessir þættir geta haft áhrif á skap, orku og svefn.
-
Litlar breytingar sem geta haft mikil áhrif á orkuna þína
Lærðu hvernig breytingar á mataræði og lífsstíl geta hjálpað þér að draga úr bólgu og auka orku. Og hvernig tilfinningajafnvægi og góð tengsl milli hugar og líkama geta aukið vellíðan í daglegu lífi.
-
Hannaðu þína áætlun fyrir góða heilsu á breytingaskeiði
Lærðu hvernig þú getur skapað þína heilsuáætlun sem rúmast fyrir í þéttri dagskrá daglegs lífs með áherslu á næringu, hreyfingu og hugarfar.
Fáðu innsýn í heildrænar venjur sem styðja þig í að
kveðja erfið einkenni og njóta þessa tíma í lífinu.
Þetta námskeið er fyrir þig ef...
-
Þú ert að glíma við breytingaskeiðseinkenni eins og hitakóf, þyngdaraukningu, kvíða, heilaþoku eða truflaðan svefn og vilt kynnast áhrifaríkum náttúrulegum leiðum til að höndla betur einkennin þín.
-
Þú ert ekki byrjuð á breytingaskeiði en vilt fræðast um þennan tíma sem framundan er. Og eins ef þú hefur lokið tíðahvörfum en finnur enn fyrir einhverjum einkennum.
-
Þú ert þreytt og orkulaus og ert að leita að leiðum sem virka til að endurheimta lífsorkuna
-
Þú ert tilbúin að nálgast breytingaskeiðið sem tíma vaxtar og valdeflingar en ekki sem hnignun. Og vilt búa til áætlun til að leiðbeina þér í gegn um þennan tíma í lífinu.
-
Þú ert forvitin að kynnast náttúrulegum og heildrænum leiðum til að takast á við breytingaskeiðið en veist ekki hvar þú átt að byrja.
Er lífið í biðstöðu? Viltu læra um leiðir itl að kveikja aftur á orkunni og fara að njóta þessa valdeflandi tíma sem breytingaskeiðið er?