BF Atferlisráðgjöf
BF Atferlisráðgjöf
BF Atferlisráðgjöf

Uppeldisfærni: áhrifaríkar aðferðir í uppeldi

Að ala upp barn er líklega eitt mest gefandi verkefni sem fólk tekur að sér en um leið mest krefjandi. Hver dagur er ævintýri með nýjum áskorunum og tækifærum til þess að móta mikilvægustu einstaklingana í lífinu okkar. Þessu stóra verkefni fylgir þó enginn kennslubæklingur og eina leiðin er oft að læra af reynslunni. Rannsóknir hafa þó sýnt að sum atriði í uppeldi barna leiði til betri árangurs og ýti undir vellíðan t.d. að setja börnum mörk á farsælan hátt, ýta undir tilfinningafærni og jákvæð endurgjöf.

Hér er um að ræða örnámskeið þar sem farið er yfir atriði sem gagnast öllum sem taka þátt í uppeldi barna, sérstaklega á aldrinum 2 til 10 ára. Námskeiðið hentar því bæði fyrir starfsfólk sem kemur að uppeldi barna og foreldrum. Allt efni námskeiðsins er byggt á aðferðum sem hafa verið raunprófaðar, þ.e. sem rannsóknir hafa sýnt fram á að séu áhrifaríkar.

Allir þátttakendur fá hefti með helstu atriðum námskeiðsins. Einnig er boðið upp á að skrá sig án kostnaðar í 20 mínútna persónulega ráðgjöf og/eða spurningatíma í gegnum fjarskiptabúnað viku eftir að námskeiði líkur.

Hefst
21. jan. 2025
Tegund
Staðnám
Verð
19.900 kr.
Deila
Senda í Messenger
Deila með öðrum
Afrita hlekk
Flokkar