FRAMÚRSKARANDI FYRIRLESTRATÆKNI
Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að þróa fyrirlestur og þjálfa þig í munnlegri framsetningu hans. Hér færðu faglega endurgjöf á hver styrkur þinn er og hvar tækifærin þín liggja til að ná framúrskarandi færni.
Í lok námskeiðs hefurðu hannað nýjan fyrirlestur og þjálfað þig með markvissri tækni í að flytja hann fyrir hópinn í traustu umhverfi.
Takmarkaður þátttakendafjöldi tryggir að hver og einn fær að njóta sín.
RÖDDIN STÆKKUÐ
Farið verður í djúpöndun, rýmisnotkun og raddbeitingu. Við vinnum enn frekar í blæbrigðum, hljóm og taktbreytingum sem þjónar og styður við innihald fyrirlestursins.
ÖRUGG FRAMKOMA
Við þjálfum örugga sviðsframkomu og nýtum okkur aðferðir leikarans til að byggja upp grípandi frásagnartækni og persónulegan stíl.
FRÁSAGNARTÆKNI
Við elskum að láta segja okkur sögur. Hér skoðum við hvernig við nýtum okkar eigin sagnaarf og reynslu til að lyfta nálgun okkar og gera fyrirlesturinn persónulegri.