
Íslandsbanki
Hreyfiafl til góðra verka

ProfileAll jobs
About the company
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum.
Hjá Íslandsbanka starfa um 750 manns sem hafa ástríðu fyrir árangri og vinna að lausnum fyrir viðskiptavini með fagmennsku að leiðarljósi. Við leggjum áherslu á að skapa virði til framtíðar með traustum rekstri og framúrskarandi þjónustu.

Aðildarfélag Festu fyrir samfélagsábyrgð
Í sinni einföldustu mynd felst samfélagsábyrgð í því að fyrirtæki, stofnanir og hverskyns skipulagsheildir axli ábyrgð og hafi uppbyggileg áhrif á umhverfið, stjórnarhætti og samfélagið.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2021
Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnháttum
Verkefnið Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum var sett á legg til að bæta eftirfylgni fyrirtækja við leiðbeiningar um góða stjórnarhætti. Verkefnið felur í sér að öllum fyrirtækjum gefst tækifæri til að undirgangast formlegt mat á starfsháttum stjórnar og stjórnenda. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti sér um framkvæmd matsins.

Heimsmarkmiðin
Fyrirtækið er þátttakandi í 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna gegn hlýnun Jarðar.

ISO 27001 - Stjórnkerfi upplýsingaöryggis
Vottun stofnana upplýsingaöryggiskerfa veitir stofnunum sem hafa sýnt fram á að þeir hafa innleitt kerfi til að stjórna upplýsingaöryggi

Jafnlaunavottun
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Jafnlaunaúttekt PWC
Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber launagreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda.

Jafnvægisvog FKA
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það að markmiði að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða að fyrirmynd jafnréttis fyrir aðrar þjóðir.

Svansvottun
Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna sem var komið á fót af Norrænu ráðherranefndinni árið 1989. Meginmarkmið Svansins er að draga úr umhverfisáhrifum af vörum eða þjónustu og auðvelda neytendum að velja umhverfisvænni kosti.

UN Global Compact
Með þátttöku í Global Compact geta fyrirtæki tekið þátt í því að þróa markaðshagkerfi sem stuðlar að velferð samfélags og umhverfis með því að samtvinna hin tíu grundvallarviðmið við heildarstefnu fyrirtækisins. Grunvallarviðmiðin eru á sviði mannréttinda, vinnumarkaðsmála umhverfismála og baráttu gegn hvers kyns spillingu.
Hagasmári 3, 201 Kópavogur

50
% Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn
% Hlutfall kvenna í framkvæmdastjórn
Sjálfbærni
Við viljum vera til fyrirmyndar í íslensku atvinnulífi og taka virkan þátt í samfélaginu sem við búum í. Með því að stuðla að sjálfbærni í sinni víðustu mynd höfum við jákvæð áhrif, því það er mikilvægt fyrir okkur og okkar viðskiptavini
Við bjóðum góðan vinnustað
Við leggjum ríka áherslu á að skapa gott starfsumhverfi þar sem eldmóður, fagmennska og samvinna er höfð að leiðarljósi. Bankinn hefur hlotið viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í mannauðsmálum og hvatningarverðlaun jafnréttisráðs. Fólkið okkar er stærsta auðlind bankans. Við leggjum mikla áherslu á að því líði vel í vinnu, njóti jafnréttis og fái tækifæri til að þroskast í starfi.

501-1000
employees
Commute
Góður samgöngustyrkur
Home office
Fjarvinna er val og stendur öllum til boða
Food / meal at work
Framúrskarandi hollur og góður matur
Housing
Framúrskarandi og nútímalegt vinnuumhverfi
Mobile phone, notebook...
Allur búnaður sem starfsfólk þarf

Latest jobs
No jobs available
Mannauðsstefna
Við sækjumst eftir starfsfólki sem býr yfir yfirburðaþekkingu eða reynslu, sýnir eldmóð, fagmennsku og vinnur saman að því að leita ávallt bestu lausna fyrir viðskiptavini bankans.