DHL Express Iceland ehf

DHL Express Iceland ehf

Connecting People, Improving Lives
DHL Express Iceland ehf
About the company
Alþjóða hraðsendingar og fraktsendingar um allan heim í lofti, á sjó, með bílum og lestum. Vöruhúsalausnir, allt frá pökkun til geymslu, póstsendingar um allan heim, sem og aðrar sérhæfðar lausnir á sviði vörustjórnunar - DHL færir þér úrval flutningsleiða og yfirburði heim að dyrum. Að starfa fyrir DHL þýðir að taka ábyrgð, sigrast á ögrandi áskorunum og vaxa og þroskast sem hluti af fjölbreyttu alþjóðlegu starfsliði. Nýttu þér margskonar spennandi möguleika á starfsframa til að skila góðum árangri með okkur og vera hluti af stærsta flutningafyrirtæki í heimi. DHL býður fjölbreytt störf með mikla möguleika á öllum starfsþrepum í öllum heimshlutum. Sem starfsmaður hjá okkur færðu tækifæri til að móta með góðri vinnu í góðum hópi þína eigin framtíð bæði í starfi og leik. Saman myndum við fyrirtæki sem við getum verið virkilega stolt af.

Creditinfo - Framúrskarandi fyrirtæki 2023

Árlega vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn

Jafnlaunaúttekt PWC

Samkvæmt meginreglu jafnréttislaga ber launagreiðendum að greiða konum og körlum jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. Jafnlaunaúttekt PwC greinir kynbundinn launamun innan fyrirtækja þegar tekið hefur verið tillit til annarra þátta sem hafa áhrif á laun, s.s. menntunar, starfsaldurs, starfaflokks og vinnustunda.

Great Place to Work

Great Place to Work vottun byggir á 30 ára rannsóknum til að leggja mat á vinnustaðamenningu og sýna þér hvernig þinn vinnustaður kemur út í samanburði við þá bestu í heimi.

Jafnlaunavottun

Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Ármúli 3, 108 Reykjavík

51-200

employees

Activity

Árlegur íþróttastyrkur skv. stefnu fyrirtækisins.

Food / meal at work

Niðurgreiddur hádegisverður í boði á föstum starfsstöðum.

Home office

Virk fjarvinnustefna fyrir viðeigandi störf.

Entertainment

Starfsmannafélag fyrir alla, virkt skemmtanalíf innan deilda, og hresst og skemmtilegt fólk í öllm störfum!