Arkitema

Arkitema

We create it all, but never alone.
Arkitema
About the company
Arkitema er skandinavísk alhliða arkitektastofa með yfir 600 starfsmenn í fjórum löndum. Arkitema á Íslandi hefur verið starfrækt frá apríl 2024 og er stofan hluti af COWI samsteypunni. Í dag samanstendur Arkitema af 5 starfsmönnum sem vinna þvert á svið og deildir með samstarfsfólki Arkitema í Skandinavíu sem og samstarfsfólki hjá COWI. Í samstarfi við viðskiptavini okkar, stuðlum að sjálfbærum heimi þar sem fólk og samfélög fá að vaxa og dafna. Við gerum það með því að nýta þekkingu okkar og forvitni – og jafnvel hugrekki – til að finna lausnir til að skapa betri heim. Þess vegna höfum við sett okkur það markmið að á næstu árum vinnum við aðeins að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri þróun og höfnum alfarið verkefnum sem snúa að leit eða framleiðslu á jarðefnaeldsneyti. Við leggjum upp með góðri vinnustaðamenningu þar sem fjölbreytileikanum er fagnað og öll upplifa sig velkomin sem dregur fram það besta í þér, bæði í leik og starfi. Skrifstofur COWI eru staðsettar í 35 löndum víða um heim, m.a. á Norðurlöndunum, í Bretlandi, Norður-Ameríku og Indlandi. Hjá okkur starfa um 8.000 aðilar, að meðtöldum 280 einstaklingum á Íslandi, sem koma með sérþekkingu í verkfræði, arkitektúr, orku- og umhverfismálum að borðinu.
Urðarhvarf 6, 203 Kópavogur
Full laun í fæðingarorlofi
Til þess að létta undir með nýbökuðum foreldrum og forráðamönnum bjóðum við hjá COWI upp á sex mánaða fæðingarorlof með uppbótargreiðslum til þess að tryggja að þú haldir þínum tekjum meðan á orlofi stendur.

1-10

employees

Flexible working hours

Sveigjanlegur vinnutími.

Housing

Verkefnamiðað vinnurými

Food / meal at work

Frábært niðurgreitt mötuneyti með heilsusamlegum og fjölbreyttum mat og ávallt vegan valkostur.

Health / Sport

Líkamsræktarstyrkur, árleg heilsufarsskoðun á andlegri og líkamlegri heilsu ásamt flensusprautu og heilsuvika með fræðslu og viðburðum tengdum andlegari og líkamlegri heilsu.

Entertainment

Öflugt starfsmannafélag.

Commute

Samgöngustyrkur ef ferðast er til og frá vinnu með vistvænum hætti.

Gym

Sturtu- og hjólageymsluaðstaða.

Activity

Bootcamp tímar tvisvar í viku, hlaupahópur, hádegisfótbolti og meira til.