
Skólamatur
Skólamatur ehf. er fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og framreiðslu á hollum og ferskum mat, elduðum frá grunni fyrir leik- og grunnskóla.
Skólamatur ehf. var stofnað í janúar 2007. Fyrirtækið er í eigu Axels Jónssonar matreiðslumeistara sem hefur áratuga reynslu af alhliða veitingarekstri.
Hjá Skólamat starfa um 200 starfsmenn. Starfsmannavelta fyrirtækisins er lág og starfsaldur hár. Rúmlega helmingur núverandi starfsmanna hefur unnið í 5 ár eða lengur hjá fyrirtækinu.
Skólamatur leggur áherslu á að skapa fjölskylduvænt vinnuumhverfi þar sem hæfileikar, þekking og reynsla hvers starfsmanns fær að njóta sín. Við leggjum áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Markmið Skólamatar er að ráða, efla og halda hæfu og reynslumiklu starfsfólki.
Gildi Skólamatar eru: Jákvæðni, fjölskylda og virðing.

Viltu vinna fyrir mikilvægasta fólkið?
Flakkari
Finnst þér gaman að flakka á milli starfsstöðva og koma til bjargar á hverjum degi?
Ef svo er þá erum við hjá Skólamat með starf fyrir þig! 😊
Skólamatur leitar eftir “flakkara” í 63% starf sem flakkar á milli starfsstöðva í leik og grunnskólum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu/Suðurnesjum og sér um afleysingar ef upp koma veikindi eða önnur forföll.
Um 63% afleysingarstarf er að ræða með vinnutímann frá 9:00-14:00, mánudaga til föstudaga.
Viðkomandi þarf að vera með bílpróf og bíl til umráða.
Starfið felst í undirbúningi og afgreiðslu máltíða og frágangi ásamt léttum þrifum í eldhúsinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Áhugi á mat og matargerð er mikill kostur
- Reynsla úr sambærilegu starfi æskileg
- Góð íslenskukunnátta
- Menntun sem nýtist í starfi kostur
- Jákvæðni, snyrtimennska, sveigjanleiki, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð.
- Geta til þessa að vinna undir álagi.
Fríðindi í starfi
- Vinnufatnaður.
- Íþróttastyrkur.
- Samgöngustyrkur.
- Fjölskylduvænn vinnustaður.
Advertisement published13. October 2025
Application deadlineNo deadline
Language skills

Required

Required
Type of work
Skills
PositivityHuman relationsIndependencePlanningPunctualFlexibility
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Kokkanemi/Kokkur
Sumac Grill + Drinks

Heilsuhúsið Kringlunni - þjónusta og ráðgjöf
Heilsuhúsið

Sölufulltrúi - Fullt starf hjá Heimilistækjum
Heimilistæki ehf

Aðstoðarmatráður í skólamötuneyti 55% afleysingarstaða
Skólamötuneyti á Egilsstöðum

Matreiðslumaður / Kitchen Staff
Tapas barinn

Starfsmaður í mötuneyti ÁTVR
Vínbúðin

Stuðningsfulltrúi í félagsþjónustu.
Sólheimar ses

NPA aðstoðarkona óskast
NPA miðstöðin

Professional Chef
Skalli Bistro

NPA aðstoðarkona - vaktavinna 100%
Aðstoð óskast

Tímabundin ráðning - temporary employment
Zara Smáralind

Rafgeymasalan - Afgreiðsla og þjónusta
Rafgeymasalan ehf.