

Viltu starfa í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar?
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar auglýsir eftir nýliðum til starfa til að sinna útkallsverkefnum slökkviliðsins.
Kynningarfundur verður haldinn á Slökkvistöð Akraness og Hvalfjarðarsveitar að Kalmansvöllum 2 miðvikudaginn 3. desember næstkomandi kl. 20:00.
Nánari upplýsingar um slökkvistarf: Reglugerð um Brunamálaskólann og réttindi og skyldur slökkviliðsmanna 792/2001
Lögboðin verkefni slökkviliðs:
- Vatnsöflun og slökkvistarf utanhúss.
- Slökkvistarf innanhúss og reykköfun.
- Viðbrögð við mengurnar- og eiturefnaslysum, eiturefnaköfun.
- Björgun á fastklemmdu fólki úr mannvirkjum og farartækjum.
- Eldvarnareftirlit og forvarnir
Önnur verkefni slökkviliðs m.a:
- Verðmætabjörgun.
- Aðstoð vegna vatnstjóna.
- Upphreinsistörf.
Hæfniskröfur:
-
Hafa lokið iðnmenntun (sveinsprófi) eða sambærilegu (t.d. stúdentsprófi)
-
Æskilegt að hafa aukin ökuréttindi/meirapróf til að stjórna vörubifreið (C - flokkur)
-
Góð íslenskukunnátta skilyrði og góð enskukunnátta æskileg
-
Færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði og geta til að vinna undir álagi
-
Hafa góða líkamsburði og gott andlegt / líkamlegt heilbrigði
-
Hafa góða sjón og heyrn, rétt litaskyn og vera ekki haldin lofthræðslu eða með innilokunarkennd
-
Almenn reglusemi, gott siðferði og háttvísi
- Búseta á starfssvæði slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar er skillyrði
Öllum umsóknum þarf að fylgja rafrænt eintak af:
- Ferilskrá umsækjanda
- Ökuskírteini (ljósritaðar báðar hliðar skírteinis)
- Prófskírteini sem sýnir að viðkomandi hafi lokið iðnprófi (sveinsbréf) / stúdentsprófi eða sambærilega menntun
- Nýleg og góð mynd
Öllum umsóknum þarf að fylgja frumrit af:
- Læknisvottorð sem staðfestir almennt heilbrigði umsækjanda. Má ekki vera eldra en 3 mánaða. Fæst hjá heimilislækni.
- Sakavottorð þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldra en 3 mánaða. Fæst hjá Sýslumanninum.
- Ökuferilskrá (yfirlit yfir punktastöðu viðkomandi) þarf að fylgja öllum umsóknum og má ekki vera eldri en 3 mánaða. Hægt er að fá stimplaða útprentun á ökuferilskrá hjá lögreglunni í því umdæmi sem viðkomandi á lögheimili. Fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit er það Lögreglan á Vesturlandi, skv. upplýsingum frá Ríkislögreglustjóra
Inntökupróf
Inntökuprófin felast í: þol- og styrktarprófi, könnun á lofthræðslu og innilokunarkennd, styrktarprófi, gönguprófi, akstursprófi og viðtali.
Lofthræðslupróf
Umsækjendur þurfa að klifra upp í allt að 20 metra háan stiga á stigabíl og svara spurningum til að kanna hvort viðkomandi þoli að vera í mikilli hæð og hafi rökhugsun við þær aðstæður.
Innilokunarkennd
Umsækjendur eru prófaðir í reykköfun til að kanna hvort þeir þjáist af innilokunarkennd. Þeir eru með reykköfunartæki á bakinu og leysa ýmsar þrautir á æfingabraut með bundið fyrir augu. Nauðsynlegt að mæta í þægilegum fatnaði sem má skemmast, t.d. gömlum íþróttabuxum og bol.
Þol- og styrktarpróf
Þol- og styrktarprófið er annars vegar göngupróf og hins vegar æfing, tekið samhliða.
Þol
Umsækjendur þurfa að ganga í 8 mínútur á göngubretti klæddir í eldgalla og með 10 kg kút á bakinu, samfellt vegur gallinn með kút í kringum 21 kg. Þeir ganga í 1 mínútu í 4% halla, 1 mínútu í 7% halla og 6 mínútur í 12% halla. Hraðinn er 5,6.
Styrkur
Um er að ræða þrenns konar mælingu í: bekkpressu, róður og fótapressu. Klæðnaður: íþróttaföt og íþróttaskór. Viðmiðunarkröfur eru eftirfarandi:
- Réttstöðulyfta 75 kg þyngd - 10 endurtekningar.
- Liggjandi upphífingar með 20sm upphækkun undir hælum - 7 endurtekningar.
- Armbeygjur í 12 kg vesti – 7 endurtekningar.
- Planki á olnboga og tám - 1 mínúta.
- Dúkkuburður (70 kg dúkka) með slökkviliðstaki - 40m vegalengd á undir 1 mín.
Aksturspróf
Ökukennarar prófa umsækjendur í almennum akstri í u.þ.b. 45 mín. þar sem aksturslag er metið og þekking á umferðarreglum.
Viðtal
Umsækjendur sem náð hafa inntökuskilyrðum eru boðaðir í viðtal sem slökkvistjóri tekur ásamt fulltrúum starfsmanna. Gert er ráð fyrir 20-30 mínútum á hvern umsækjanda.
Umsækjendur þurfa að búa á starfssvæði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Icelandic
English
