Fjölskylduheimili Digranesvegi
Fjölskylduheimili Digranesvegi

Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?

Fjölskylduheimilið Hrafnkatla, staðsett að Digranesvegi í Kópavogi, leitar að ábyrgum einstaklingi til að búa á heimilinu og leiða daglegt starf með þremur ungmennum á aldrinum 15–20 ára. Heimilið er ætlað ungmennum sem geta ekki búið hjá foreldrum sínum og þurfa öruggt, stöðugt og stuðningsríkt heimili – hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Um er að ræða krefjandi en gefandi starf þar sem einstaklingur býr á heimilinu og gegnir lykilhlutverki í lífi ungmennanna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Veita ungmennum stuðning, umönnun og uppeldi í daglegu lífi

  • Stuðla að jákvæðri og stöðugri rútínu

  • Hafa reglubundna viðveru á morgnana, kvöldin og yfir nætur

  • Halda heimili og skapa öruggt, hlýlegt og uppbyggilegt umhverfi

  • Taka þátt í samstarfi við barnavernd og aðra fagaðila

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Er með reynslu af vinnu með börnum eða ungmennum

  • Hefur þroska, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum

  • Er skipulagður, hlýr og getur sett skýr mörk

  • Er tilbúinn til að búa á heimilinu og sinna starfseminni af alúð og ábyrgð

  • Lámarksaldur 20 ára 
Fríðindi í starfi
  • Frítt húsnæði og uppihald

  • Laun í samræmi við ábyrgð og viðveru

  • Þjálfun og stuðning frá fagaðilum

  • Aðgangur að bifreið

  • Möguleiki að stunda fullt nám samhliða vinnu

Advertisement published19. May 2025
Application deadline12. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Driver's license (B)PathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.Non smokerPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.Care (children/elderly/disabled)
Suitable for
Professions
Job Tags