
Viltu búa á fjölskylduheimili og hafa áhrif í lífi ungmenna?
Fjölskylduheimilið Hrafnkatla, staðsett að Digranesvegi í Kópavogi, leitar að ábyrgum einstaklingi til að búa á heimilinu og leiða daglegt starf með þremur ungmennum á aldrinum 15–20 ára. Heimilið er ætlað ungmennum sem geta ekki búið hjá foreldrum sínum og þurfa öruggt, stöðugt og stuðningsríkt heimili – hvort sem er til skemmri eða lengri tíma. Um er að ræða krefjandi en gefandi starf þar sem einstaklingur býr á heimilinu og gegnir lykilhlutverki í lífi ungmennanna.
-
Veita ungmennum stuðning, umönnun og uppeldi í daglegu lífi
-
Stuðla að jákvæðri og stöðugri rútínu
-
Hafa reglubundna viðveru á morgnana, kvöldin og yfir nætur
-
Halda heimili og skapa öruggt, hlýlegt og uppbyggilegt umhverfi
-
Taka þátt í samstarfi við barnavernd og aðra fagaðila
-
Er með reynslu af vinnu með börnum eða ungmennum
-
Hefur þroska, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum
-
Er skipulagður, hlýr og getur sett skýr mörk
-
Er tilbúinn til að búa á heimilinu og sinna starfseminni af alúð og ábyrgð
- Lámarksaldur 20 ára
-
Frítt húsnæði og uppihald
-
Laun í samræmi við ábyrgð og viðveru
-
Þjálfun og stuðning frá fagaðilum
-
Aðgangur að bifreið
-
Möguleiki að stunda fullt nám samhliða vinnu












