Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð
Sveitarfélagið Strandabyggð

Grunnskólakennari - Hólmavík

Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir grunnskólakennara.

Grunnskólinn á Hólmavík er samrekinn leik, -grunn- og tónskóli með um 40 nemendur í grunnskóla og 20 nemendur í leikskóla.

Áhersla er á samstarf milli leik- og grunnskóla og flæði starfsfólks og sameiginlega þátttöku í ýmsum verkefnum. Fylgt er uppeldisstefnu jákvæðs aga. Skólinn er grænfánaskóli og stefnir að því að vera heilsueflandi skóli.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast almenna kennslu og skipulag í samstarfi og samráði við aðra kennara og skólastjórnendur
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra, stjórnendur og fagfólk
  • Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við stjórnendur og samstarfsfólk
  • Vinna samkvæmt stefnu og gildum skólans.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu  (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
  • Reynsla af grunnskólakennslu
  • Faglegur metnaður og áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni
  • Stundvísi og samviskusemi
  • Jákvætt viðmót og góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta
  • Hreint sakavottorð
Advertisement published9. May 2025
Application deadline26. May 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
Location
Brunngata 2, 510 Hólmavík
Type of work
Professions
Job Tags