

Við óskum eftir matreiðslunemum
Langar þig að verða hluti af frábæru teymi?
Við hjá Íslandshótelum erum ávallt í leit að metnaðarfullu og áhugasömu starfsfólki sem vill taka þátt í að gera okkur að fyrsta valkosti þegar kemur að hótelgistingu og matarupplifun á Íslandi.
Metnaður í faglegri kennslu
Stjórnendur okkar leggja mikla áherslu á að þróa og styðja næstu kynslóð fagfólks í veitingabransanum. Með því að ganga til liðs við okkur færðu tækifæri til að öðlast dýrmæta reynslu og færni í skapandi og faglegu umhverfi.
Vertu hluti af fjölbreyttu og kraftmiklu teymi
Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur fólks, og við erum alltaf að leita að drífandi og þjónustulunduðum einstaklingum sem vilja vaxa og dafna í sínu fagi.
Sæktu um á einfaldan hátt
Þú þarft einfaldlega að fylla út umsókn og við höfum samband. Við hvetjum þig til að senda inn ferilskrá og fylgibréf (cover letter) með umsókninni.
Þegar umsókn hefur verið send fær umsækjandi staðfestingu í tölvupósti. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hótel Reykjavik Saga er einstaklega vel staðsett í hjarta miðbæjarins, nokkrum skrefum frá Tjörninni, Dómkirkjunni, listasöfnum og fjölmörgum verslunum og veitingastöðum.
Á hótelinu er einnig að finna veitingastaðinn Fröken Reykjavik kitchen & bar. Þar er lögð áhersla á bestu og ferskustu staðbundnu hráefni sem fáanleg eru en leikið er með bragð og áferð. Á veitingastaðnum sem hannaður var með ívafi af Art Deco stíl er líflegur bar, vínherbergi, vetrargarður og opið eldhús þar sem þú getur fylgst með kokkunum elda matinn.
Hlökkum til að heyra frá þér!
