
66°North
Sjóklæðagerðin hf. er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands.
Árið 1926 hóf fyrirtækið framleiðslu á sérstökum hlífðarfatnaði fyrir sjómenn og fiskverkunarfólk á norðurslóðum en seinna bættist við vörulínu fyrirtækisins vinnufatnaður fyrir fólk í landi.
Rætur fyrirtækisins liggja því í framleiðslu sjó- og vinnufatnaðar og er fyrirtækið afar stolt af þeirri arfleifð sinni. Í dag er hönnun og framleiðsla útivistarfatnaðar kjarninn í starfsemi fyrirtækisins sem framleiddur er undir vörumerkinu 66°NORÐUR en fyrirtækið leggur mikið upp úr gæðum vörunnar þar sem eingöngu eru notuð bestu fáanlegu efnin í framleiðsluna.
Í dag starfa um 400 manns hjá Sjóklæðagerðinni og starfar fyrirtækið í fjórum löndum, á Íslandi, í Danmörku, Bretlandi og Lettlandi. Á Íslandi rekur Sjóklæðagerðin tíu verslanir undir vörumerkinu 66°NORÐUR og í Kaupmannahöfn eru tvær verslanir þar sem sú fyrsta opnaði í lok árs 2014. Árið 2019 var opnuð skrifstofa í Lundúnum. Í lok árs 2022 mun Sjóklæðagerðin opna nýja 66°NORÐUR verslun í Lundúnum.

Verslunarstjóri í verslun 66°Norður á Laugavegi
66°Norður leitar að drífandi og lausnamiðuðum leiðtoga með framúrskarandi samskiptahæfni til að gegna starfi verslunarstjóra í verslun okkar á Laugavegi.
Verslunin á Laugavegi flaggskip 66°Norður á Íslandi og er staðsett á líflegri göngugötu í hjarta borgarinnar.
Verslunarstjóri 66°Norður ber ábyrgð á daglegum rekstri verslunarinnar og leiðir, styður og þjálfar söluteymið til að tryggja framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun verslunar og starfsmannahald.
- Virk þátttaka á sölugólfi.
- Stuðningur við teymið, þjónusta við viðskiptavini og eftirfylgni með sölumarkmiðum.
- Ábyrgð á mönnun, ráðningum, fræðslu og teymisþróun.
- Rekstrar- og kostnaðarstýring, ásamt markmiðasetningu og daglegu utanumhaldi.
- Tryggja framúrskarandi þjónustustig og jákvæða upplifun viðskiptavina.
- Umsjón með vöruframboði, birgðahaldi og framsetningu.
- Náin samskipti við stjórnendur og samstarfsaðila innan fyrirtækisins.
- Skipulagning, utanumhald og önnur hefðbundin verslunarstjórastörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af verslunarrekstri og/eða stjórnunarreynsla er skilyrði.
- Framúrskarandi samskipta- og leiðtogahæfni
- Sterk þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
- Rekstrarlegur skilningur og hæfni til að greina tækifæri í rekstri.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Önnur tungumálakunnátta kostur.
- Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni til að starfa undir álagi.
- Kunátta á Microsoft Dynamics AX er kostur.
Advertisement published2. December 2025
Application deadline16. December 2025
Language skills
IcelandicRequired
EnglishRequired
Location
Laugavegur 17, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (6)

Reykjanesbær - verslunarstjóri
Vínbúðin

VEST óskar eftir drífandi og faglegum Verslunarstjóra til starfa.
Vest

Verslunarstjóri í KEF Airport – Rammagerðin & 66°Norður
Rammagerðin

Ert þú næsti verslunarstjóri dömudeildar Gallerí Sautján?
Galleri Sautján

Verslunarstjóri í Reykjavík
AB Varahlutir

Verslunarstjóri í Lyfjaval Reykjanesi
Lyfjaval