Rammagerðin
Rammagerðin

Verslunarstjóri í KEF Airport – Rammagerðin & 66°Norður

Rammagerðin & 66°Norður leita að öflugum, þjónustuliprum og drífandi verslunarstjóra til að stýra rekstri verslana okkar í KEF Airport. Við leitum að einstaklingi sem er óhræddur við að bera marga hatta og blómstrar í lifandi þjónustu- og söluumhverfi.Helstu verkefni og ábyrgð

  • Dagleg stjórnun verslunar og starfsmannahald.
  • Virk þátttaka á sölugólfi. Stuðningur við teymið, þjónusta við viðskiptavini og eftirfylgni með sölumarkmiðum.
  • Ábyrgð á mönnun, ráðningum, fræðslu og teymisþróun.
  • Rekstrar- og kostnaðarstýring, ásamt markmiðasetningu og daglegu utanumhaldi.
  • Tryggja framúrskarandi þjónustustig og jákvæða upplifun viðskiptavina.
  • Umsjón með vöruframboði, birgðahaldi og framsetningu.
  • Náin samskipti við stjórnendur og samstarfsaðila innan fyrirtækjanna.
  • Skipulagning, utanumhald og önnur hefðbundin verslunarstjórastörf.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af verslunarrekstri og/eða stjórnunarreynsla er skilyrði.
  • Sterk þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og geta til að vinna sjálfstætt.
  • Rekstrarlegur skilningur og hæfni til að greina tækifæri í rekstri.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Jákvæðni, sveigjanleiki og hæfni til að starfa undir álagi.
Advertisement published21. November 2025
Application deadline31. December 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Intermediate
EnglishEnglish
Required
Intermediate
Location
KEF Airport
Type of work
Professions
Job Tags