HH hús
HH hús

Verkstjóri - smíðaverkefni

HH Hús er öflugt byggingafyrirtæki stofnað árið 2003. Félagið sérhæfir sig í viðhaldi og endurbótum, meðal annars fyrir sveitarfélög, tryggingafélög og stærri fyrirtæki.

HH Hús er ört vaxandi félag og því leitum við að reyndum smið fyrir tryggingaverkefni. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf fyrir einstakling með góða samskiptahæfni, metnað og sjálfstæð vinnubrögð.

Viðkomandi mun stýra verkefnum frá upphafi til verkloka og gegna lykilhlutverki í samskiptum við viðskiptavini og samstarfsaðila.

Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku, gæði og góðan starfsanda í jákvæðu og traustu vinnuumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Smíðaverkefni og endurbætur vegna tryggingartjóna

  • Samskipti við tjónþola, tryggingafélög og samstarfsaðila

  • Verkstjórn og úthlutun verkefna

  • Eftirlit með gæðum, framvindu og verklokum

  • Tjónamat, skýrslugerð og uppgjör í MEPS tjónamat- og uppgjörskerfi

  • Önnur tilfallandi störf

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af smíða- og endurbótaverkefnum eftir tjón

  • Sveins- eða meistarapróf í húsasmíði er kostur

  • Reynsla af verkstjórn er kostur

  • Góð tæknikunnátta og skipulagshæfni

  • Mjög góð samskiptahæfni og þjónustulund

  • Vandvirkni, áreiðanleiki og stundvísi

Fríðindi í starfi
  • Samkeppnishæf laun

  • Bíl til umráða

  • Fjölbreytt og sjálfstætt starf

  • Gott og hvetjandi starfsumhverfi

  • Öflugt teymi og jákvæðan starfsanda

  • Tækifæri til að taka virkan þátt í vaxandi fyrirtæki

Advertisement published10. January 2026
Application deadlineNo deadline
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Advanced
EnglishEnglish
Optional
Advanced
Location
Stangarhylur 5, 110 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.ProactivePathCreated with Sketch.HousebuildingPathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.CarpenterPathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.Customer service
Professions
Job Tags