
Háskóli Íslands
Háskóli Íslands er einn stærsti vinnustaður landsins. Auk tæplega þrettán þúsund nemenda starfa þar rúmlega sextán hundruð fastráðnir starfsmenn og yfir tvö þúsund stundakennarar og lausráðnir starfsmenn.Megin hlutverk Háskólans er að vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun. Til þess að svo megi vera þarf fjölmarga ólíka starfsmenn.
Háskóli Íslands er lifandi samfélag þar sem saman koma einstaklingar með ólíkan bakgrunn en allir vinna þó að sama marki að gera Háskóla Íslands að enn öflugri menntastofnun en hún er í dag.
Markmið Háskóla Íslands er að vera í fremstu röð háskóla og að nota alþjóðlega viðurkennda mælikvarða við allt gæðamat á starfi skólans. Gerðar eru kröfur til kennara, stjórnenda og annars starfsfólks til að ná þessu markmiði.
Í könnunum sem gerðar hafa verið um starfsumhverfi Háskóla Íslands kemur í ljós að starfsánægja er mikil, starfsandi góður og starfsfólk telur sig vera í góðri aðstöðu til að þróast í starfi.

Verkefnisstjóri í nemendaskrá
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnisstjóra í nemendaskrá á kennslusviði Háskóla Íslands.
Kennslusvið Háskóla Íslands fer með sameiginleg málefni sem varða kennslu og nám, svo sem inntöku og skráningu stúdenta, mat á námi, nemendaráðgjöf, kennslumál og próf.
Nemendaskrá Háskóla Íslands heldur skrá yfir umsækjendur og nemendur skólans og annast skrásetningu allra nemenda Háskólans og varðveitir gögn um námsframvindu þeirra, skráningu í námskeið, próf og einkunnir. Skráin er sá grunnur sem allt skipulag háskólanámsins byggist á, svo sem stundaskrár, skipulag prófa og nemendatölfræði. Nemendaskrá er á 3. hæð Háskólatorgs og mun verkefnisstjórinn hafa aðsetur þar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og afgreiðsla umsókna um nám frá innlendum sem erlendum umsækjendum
- Samskipti við umsækjendur, nemendur og starfsfólk HÍ
- Ráðgjöf og skráning á námsframvindu nemenda
- Aðstoða við brautskráningu í samvinnu við deildir
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólapróf sem nýtist í starfi
- Reynsla af sambærilegum verkefnum er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Gott vald á upplýsingatækni, s.s. Microsoft 365 umhverfi og vilji til að tileinka sér nýjungar á því sviði
- Þjónustulund, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
- Samstarfshæfni, nákvæmni og sjálfstæði í vinnubrögðum
Advertisement published6. March 2025
Application deadline17. March 2025
Language skills

Required

Required
Location
Sæmundargata 2, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)
Similar jobs (12)

Verkefnafulltrúi í skaðaminnkandi verkefnum - Sumarstarf
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu

Verkefnastjóri véla og tækja
Þjónustustöð Mosfellsbæjar

Verkefnastjóri verklegra framkvæmda
Flóahreppur

Verkefnastjóri á framkvæmdadeild
Vegagerðin

Verkefnisstjóri í tölfræðiúrvinnslu í nemendaskrá
Háskóli Íslands

Verkefnastjóri á hönnunar- og framkvæmdadeild
Landspítali

Planning & Procurement Specialist
Coripharma ehf.

Tæknilegur vöru- og verkefnastjóri hugbúnaðarlausna
Landspítali

Verkefnastjóri innheimtu og fjárreiðu
Stjórnsýslu-og fjármálasvið

Verkefnastjóri
Umbra - þjónustumiðstöð stjórnarráðsins

Verkefnastjóri öryggis og heilsu í framkvæmdum á Suðurlandi
Landsvirkjun

Policy Officers Internal Market Division VA 06/2025
EFTA Secretariat