Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Verkefnastjóri verkefnahúss

Hefur þú áhuga á að taka þátt í stafrænum umbreytingum sem stuðla að framtíðarvexti Isavia?

Við leitum að metnaðarfullum og drífandi verkefnastjóra til að ganga til liðs við öflugt teymi verkefnahúss sem starfar innan stafrænnar þróunar og upplýsingatæknisviðs. Við leitum að einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á faglegri verkefnastjórnun og mikinn áhuga á að taka þátt í uppbyggingu verkefnastjórnunarumhverfis innan Isavia. Starfið felur í sér að stýra innleiðingu nýrra tæknilausna, bæði innan sviðsins sem og þvert á fyrirtækið. Í verkefnahúsi er unnið að mikilvægum verkefnum sem stuðla að skilvirkum, stafrænum umbreytingum með fagmennsku að leiðarljósi.

Helstu verkefni:

  • Stýra verkefnum af fagmennsku með áherslu á skipulagningu, áætlanagerð, framkvæmd og eftirfylgni

  • Taka virkan þátt í mótun og uppbyggingu verkefnaumhverfis

  • Móta og innleiða verkferla og vinnulag verkefnastjórnunartóla

  • Miðla þekkingu, reynslu og veita stuðning til annarra verkefnastjóra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

  • Framhaldsmenntun á sviði verkefnastjórnunar er kostur

  • Haldbær starfsreynsla í verkefnastjórnun er mikilvæg

  • Reynsla af verkefnastjórnun í upplýsingatækni er kostur

  • Frumkvæði, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

  • Lipurð í samskiptum og þjónustulund

Starfsstöð er í Hafnarfirði.

Isavia er vinnustaður þar sem við sýnum hvert öðru virðingu og erum heiðarleg gagnvart sjálfum okkur og öðrum. Við gætum þess að viðhalda gleðinni, erum hugrökk, uppbyggileg og tökum ábyrgð á eigin frammistöðu. Saman náum við árangri.

Við bjóðum upp á hollan og góðan mat í mötuneytum okkar, farsímaáskrift og allt starfsfólk hefur aðgang að heilsu- og líkamsræktarstöðvum sér að kostnaðarlausu.

Umsóknarfrestur er til og með 20.október 2024.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ásta Lára Jónsdóttir, deildarstjóri í gegnum netfangið asta.lara@isavia.is

Umsóknum skal fylgja ferilskrá ásamt kynningarbréfi með rökstuðningi um hæfni viðkomandi í starfið.

Við hvetjum áhugasama aðila, án tillits til kyns og uppruna, til að sækja um.

Advertisement published7. October 2024
Application deadline20. October 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
IcelandicIcelandicVery good
Location
Keflavíkurflugvöllur, 235 Reykjanesbær
Dalshraun 3, 220 Hafnarfjörður
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Human relationsPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PlanningPathCreated with Sketch.IT project managementPathCreated with Sketch.Working under pressure
Work environment
Professions
Job Tags