
Ístak hf
Við erum framsækið verktakafyrirtæki þar sem framkvæmdagleði er í fyrirrúmi. Við veitum ávallt bestu þjónustu sem völ er á og leggjum metnað í að uppfylla kröfur viðskiptavina okkar.
Hjá Ístaki starfa hátt á fimmta hundrað manns við spennandi og fjölbreytt verkefni. Við kappkostum að vera eftirsóknarverður vinnustaður í byggingageiranum þar sem hver starfsmaður er metinn að verðleikum eftir hæfni og frammistöðu án tillits til kyns, aldurs eða þjóðernis. Við leggjum mikið upp úr góðu og sveigjanlegu starfsumhverfi fyrir starfsfólkið okkar og styðjum vel við öflugt starfsmannafélag.
Kynntu þér störf í boði eða leggðu inn almenna umsókn.

Verkefnastjóri innkaupa
Við leitum að metnaðarfullum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa í innkaupadeild félagsins. Innkaupadeild ber ábyrgð á innkaupum og samningum við birgja og þjónustuaðila, innanlands sem erlendis. Starfið felur í sér daglega stjórnun innkaupa- og birgðamála ásamt skipulagningu hagkvæmra flutninga. Markmiðið er að tryggja hagkvæm og skilvirk innkaup sem uppfylla gæðakröfur og styðja við verkefni félagsins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Innkaup á byggingavörum, efni, varahlutum og tækjum frá innlendum og erlendum birgjum.
- Gerð og eftirfylgni innkaupaáætlana í samráði við stjórnendur félagsins.
- Samskipti og samningar við birgja og þjónustuaðila, innanlands sem erlendis.
- Skipulagning flutninga á efni og búnaði til verka.
- Stýra birgðahaldi og skilvirkri nýtingu birgða.
- Önnur verkefni sem tengjast rekstri, samningagerð og stuðningi við stjórnendur.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun á sviði rekstrar er kostur. Iðn- eða tæknimenntun nýtist einnig vel.
- Reynsla af byggingariðnaði, vélbúnaði eða inn- og útflutningi er æskileg, en við hvetjum einnig umsækjendur með minni reynslu til að sækja um.
- Þekking á tollamálum og reynsla af samningagerð er kostur.
- Góð tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta, þriðja tungumál er kostur.
- Sjálfstæð vinnubrögð, þjónustulund og hæfni til að vinna lausnamiðað.
Advertisement published25. September 2025
Application deadline12. October 2025
Language skills

Required
Location
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Type of work
Professions
Job Tags
Other jobs (2)