
Landsvirkjun
Við hjá Landsvirkjun vinnum rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum og rekum sautján aflsstöðvar á fimm starfssvæðum víðs vegar um land. Höfuðstöðvar okkar eru í Reykjavík.
Við leggjum áherslu á að byggja upp metnaðarfullt starfsumhverfi sem nærir öfluga liðsheild, árangur og hvetjandi starfsanda.
Við tryggjum starfsfólki góðan aðbúnað og sveigjanleika til að einfalda og auðvelda heilbrigða samþættingu vinnu og einkalífs. Stöðugt er hlúð að vellíðan og farsæld starfsfólks og unnið með heilsutengdar forvarnir, öryggi og vinnuvernd.
Við fögnum fjölbreytileikanum og leggjum áherslu á jafnrétti í öllum okkar störfum.

Verkefnastjóri á Þjórsársvæði
Ertu mannvirkjamanneskja?
Við leitum að öflugum og lausnamiðuðum einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vegakerfi, mannvirkjum, stíflum og vatnsvegum á Þjórsársvæði. Starfið er á sviði vatnsafls sem ber m.a. ábyrgð á viðhaldi og eftirliti með mannvirkjum og stíflum Landsvirkjunar og tryggir að þau uppfylli kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála.
Starfsstöð er í Búrfelli.
Helstu verkefni:
- Umsjón og eftirlit með vegum og mannvirkjum Landsvirkjunar á Þjórsársvæði.
- Mat á ástandi og öryggi stíflna, vatnsvega og tengdra mannvirkja.
- Verkefnastýring og þátttaka í viðhaldi og umbótaverkefnum .
- Söfnun, úrvinnsla og skráning mæligagna í eftirlitskerfi fyrirtækisins.
- Skýrslugerð í tengslum við eftirlit og vöktunarkerfi.
Hæfni:
- Háskólamenntun í byggingarverkfræði, byggingatæknifræði eða skyldum greinum.
- Reynsla af verklegum framkvæmdum og/eða viðhaldi mannvirkja er kostur.
- Þekking á gæða-, öryggis- og umhverfismálum er æskileg.
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
- Góð samskiptafærni og hæfni til að vinna í þverfaglegum teymum.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf sem rökstyður hæfni umsækjanda til starfsins.
Advertisement published27. June 2025
Application deadline5. August 2025
Language skills

Required
Location
Búrfellsvirkjun 166701, 801 Selfoss
Type of work
Skills
Human relationsIndependencePlanningProject management
Work environment
Professions
Job Tags
Other jobs (1)
Similar jobs (9)

Verkefnastjóri í jarðvinnu
Grafa og Grjót

Verk- eða Tæknifræðingur óskast á Framkvæmdasvið
Norconsult ehf.

Verkefnastjóri
Steypustöðin

Langar þig að starfa við framkvæmdaeftirlit?
EFLA hf

Burðarvirkjahönnuðir
Verkís

Deildarstjóri þjónustu- og framkvæmdadeildar
Sveitarfélagið Hornafjörður

Verkfræðingur óskast á mannvirkjasvið
Norconsult ehf.

Burðarþolssérfræðingur / Structural engineer
COWI

Verkefnastjóri í Blöndustöð
Landsvirkjun