Kópavogsbær
Kópavogsbær
Kópavogsbær

Verkefnastjóri á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar

Skrifstofa áhættu- og fjárstýringar hjá Kópavogsbæ leitar að talnaglöggum, skipulögðum og lausnamiðuðum einstaklingi til starfa á greiningardeild. Viðkomandi þarf að búa yfir hæfni í samskiptum, hafa áhuga og metnað til þess að takast á við fjölbreytt rekstrartengd verkefni ásamt færni í framsetningu gagna. Um framtíðarstarf er að ræða og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Á skrifstofu áhættu- og fjárstýringar starfa um 20 starfsmenn við bókhald, innheimtu, uppgjör, áætlunargerð og rekstrareftirlit, auk ýmis konar greiningar- og rekstrartengdra verkefna.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fjárhagslegt eftirlit með rekstri stofnana
  • Gerð greininga og skýrslna um rekstur stofnana
  • Upplýsingagjöf og rekstrarleg ráðgjöf til stjórnenda
  • Tölfræðivinnsla og framsetning gagna í mælaborði Power BI
  • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlunar
  • Þátttaka í gerð ársreiknings
  • Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og falla innan starfssviðs viðkomandi
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun á sviði viðskiptafræði, hagfræði, fjármálaverkfræði eða sambærileg menntun sem tengist starfi
  • Framhaldsnám sem tengist starfi eða umtalsverð reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking af fjárhagslegum greiningum
  • Reynsla af ársreikninga- og áætlanagerð æskileg
  • Mjög góð kunnátta á Excel og færni í tölfræðilegri framsetningu
  • Þekking á starfsemi sveitarfélaga og opinberum rekstri er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Góð reynsla af notkun bókhaldskerfa, launakerfa og Power BI æskileg
  • Mjög góð greiningarfærni, talnalæsi og nákvæmni
  • Hæfni til þess að vinna bæði sjálfstætt og í teymi
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, skipulagsfærni og lausnamiðuð nálgun
  • Góð íslenskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli
Fríðindi í starfi

Starfsfólk Kópavogsbæjar fær frían aðgang að sundlaugum bæjarins.

Styttri vinnuvika.

Advertisement published23. May 2025
Application deadline6. June 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Digranesvegur 1, 200 Kópavogur
Type of work
Professions
Job Tags