

Vélstjóri / vélvirki / iðnfræðingur í fullt starf
Akraborg er hátækni matvælavinnsla sem leitar að vélstjóra / vélvirkja / iðnfræðing í fullt starf sem kæmi inn í þriggja manna tækniteymi.
Í starfinu felst að sjá um rekstur, eftirlit, prófanir, fyrirbyggjandi viðhald og viðgerðir á núverandi vélbúnaði. Ásamt því að taka þátt í að hanna og innleiða nýjan tækjabúnað.
Í verksmiðjunni er mikið um hátæknivélbúnaði þar má nefna róbóta og sjálfvirkar vélar. Því þarf starfsmaður að vera tilbúinn að tileinka sér nýja þekkingu og starfa í metnaðarfullu umhverfi.
- Viðhald og rekstur á vinnslu- og pökkunarlínum
- Fyrirbyggjandi viðhald
- Bestun á vélbúnaðarkeyslu
- Hönnun og innleiðing á nýjum tækjabúnaði
- Almenn viðgerðarvinna og smíði
- Vélvirkjun/iðnfræðingur
- Þekking á hátæknivinnslubúnaði, róbótum og búnaði þeim tengdum er mikill kostur
- Þekking á iðnstýringum og iðntölvum er kostur
- Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að vinna í hóp
- Góðir samskiptahæfileikar og umbótahugsun
- Enskukunnátta
- Tölvukunnátta













