
Hótel Holt
Hótel Holt er með þekktari hótelum Reykjavíkur. Það er eitt elsta hótel bæjarins og hefur frá upphafi verið þekkt fyrir frábæra þjónstu, einstök húsakynni og falleg herbergi.
Það er okkar markmið að vera þín á hótelinu verði þægileg og sem ánægjulegust.
Hótel Holt er fallegt hótel, nálægt miðbænum. Það er staðsett í kyrrlátri götu en í göngufjarlægð frá helstu stöðum bæjarins.
Herbergi hótelsins eru þægileg og snyrtileg og öll skreytt listaverkum.
Það er um nokkra möguleika að ræða þegar herbergi er valið: Fjórar svítur, átta "junior" svítur, 21 tveggja manna herbergi og átta eins manns herbergi.
Hótelið er heimsþekkt fyrir listaverkin sem prýða veggi þess og herbergi. Listaverkin eru hluti af stærsta listaverkasafni í einkaeigu á Íslandi og er hótelið einstakt í sinni röð í heiminum hvað listmuni varðar.
Veitingastjóri
Hótel Holt leitar að metnaðarfullum, sjálfstæðum og reyndum veitingastjóra. Á hótelinu eru veislu- og fundarsalir sem leigðir eru út til einkasamkvæma. Veitingastjóri er hluti af stjórnendateymi hótelsins og ber sem slíkur ábyrgð á starfsfólki og samskiptum við gesti.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Markaðssetning veitingadeildar, bóka veislur og fundi og sjá um framkvæmd þeirra.
- Innkaup, pantanir og birgðastjórnun.
- Samskipti við gesti, starfsmannahald, þjálfun og mönnun.
- Utanumhald og skipulag vakta.
- Önnur tilfallandi störf.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun í framreiðslu eða matreiðslu.
- Reynsla af veitingarekstri, kostur á hóteli.
- Rík þjónustulund og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
- Metnaður fyrir gæðum og framúrskarandi skipulagshæfni.
Advertisement published7. November 2025
Application deadline30. November 2025
Language skills
EnglishRequired
Location
Bergstaðastræti 37, 101 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags
Similar jobs (12)

Við leitum af hressum einstaklingum í eldhús, bar og móttöku !
Oche Reykjavik

Kanntu að Tikka og Masala? Almennar stöður og vaktstjórar í boði.
Indian Spice

looking for kitchen assistant and dishwasher
ambrosial kitchen

chef wanted
ambrosial kitchen

KFC Sundagarðar
KFC

Hamborgarabúlla Tómasar Spöng, Vaktstjóri
Hamborgarabúllan

Sveigjanlegt starf í mötuneyti í Hafnarfirði
Matarstund

Staðarskáli Hrútafirði
N1

Funky Bhangra í Smáralind - Hresst starfsfólk óskast
Funky Bhangra

Vaktstjóri – Retro Chicken, Glerártorg Akureyri
Retro Chicken

Afgreiðslustarfsmaður í fullt starf og hlutastarf
Preppbarinn

Kokkar í hlutastarfi // Chefs part-time
La Trattoria