Þingflokkur Flokks fólksins
Þingflokkur Flokks fólksins
Þingflokkur Flokks fólksins

Upplýsingafulltrúi þingflokks

Þingflokkur Flokks fólksins óskar eftir að ráða upplýsingafulltrúa. Starfið felur í sér kynningu á starfsemi flokksins, fjölmiðlasamskipti, greina- og ræðuskrif, auk þess að skipuleggja og framkvæma viðburði og ferðalög þingmanna. Starfsaðstaða er á Alþingi og er um að ræða spennandi og krefjandi starf í stjórnmálum þar sem reynir á frumkvæði, skipulag og góða samskiptahæfni.

Um Flokk Fólksins:

Stjórnmálaflokkurinn Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016. Flokkurinn fékk 13,8% atkvæða í síðustu Alþingiskosningum árið 2024 og er með 10 kjördæmakjörna þingmenn. Hugmyndafræði flokksins felst fyrst og fremst í félagshyggju, svo sem bættum velferðarmálum og auknum stuðningi við þá sem standa höllum fæti í samfélaginu.

Helstu verkefni og ábyrgð

●     Samskipti við fjölmiðla og gerð fréttatilkynninga.

●    Kynning á verkefnum flokksins.

●     Greinaskrif og ræðuskrif.

●     Aðstoð við skipulag og framkvæmd viðburða á vegum flokksins.

●     Skipulag á kjördæmaviku og ferðalögum þingmanna.

●     Þátttaka í öðrum sérfræðiverkefnum eftir atvikum.

Menntunar- og hæfniskröfur

●     Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.

●     Starfsreynsla þar sem reynt hefur á textaskrif, ritstjórn, yfirlestur og miðlun efnis.

●  Reynsla af fjölmiðlastörfum eða samskiptum við fjölmiðla er kostur.

●     Þekking og reynsla af uppsetningu efnis á myndrænan hátt er kostur.

●     Þekking og reynsla af forritum eins og Canva eða Photoshop er kostur.

●     Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu er kostur

●     Reynsla af notkun vefumsjónarkerfa líkt og wordpress er kostur.

●     Reynsla af gerð fréttabréfa og notkun forrita líkt og mailchimp er kostur.

●     Metnaður og vilji til að ná árangri.

●     Skipulagsfærni, frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.

●     Gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.

Advertisement published28. January 2025
Application deadline10. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Very good
Location
Kirkjustræti 12, 101 Reykjavík
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Risk analysisPathCreated with Sketch.Public relationsPathCreated with Sketch.Article writingPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.AmbitionPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.EditorPathCreated with Sketch.ConscientiousPathCreated with Sketch.IndependencePathCreated with Sketch.PunctualPathCreated with Sketch.FlexibilityPathCreated with Sketch.Content writingPathCreated with Sketch.Working under pressure
Work environment
Professions
Job Tags