Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands
Þjóðskjalasafn Íslands

Umsjónarmaður fasteigna og öryggismála

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir laust til umsóknar starf umsjónarmanns fasteigna og öryggismála. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf fyrir metnaðarfullan aðila hjá stofnun sem er leiðandi í opinberri skjalavörslu og skjalastjórn. Í starfinu felst umsjón með húsnæði safnsins, skrifstofuhúsnæði, varðveisluhúsnæði og rekstri þess, ásamt öryggismálum. Safnið er með starfsstöðvar á nokkrum stöðum í borginni.

Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki framkvæmdaaðila opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar og er opinbert skjalasafn. Nú standa yfir mestu breytingar í starfsemi Þjóðskjalasafns um langt skeið, þar sem áhersla er lögð á stafræna umbreytingu, örugga varðveislu, gott aðgengi og sjálfbærni. Starfið tilheyrir rekstrarskrifstofu safnsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg umsjón og eftirlit með húsnæði og öryggismálum safnsins. 
  • Umsjón með góðri umgengni og skipulagi starfsstöðva og varðveisluhúsnæðis. 
  • Umsjón með  aðgengismálum og umhverfismálum og er tengiliður við samstarfsaðila. 
  • Áætlanir og umsjón með viðhaldi og rekstri húsa, í samráði við sviðsstjóra og FSRE og er tengiliður við samstarfsaðila.
  • Innkaup á búnaði, tækjum og viðhaldsvörum, í samráði við sviðsstjóra rekstrar.
  • Umsjón með ræstingum og sorphirðu og er tengiliður við verktaka.
  • Umsjón með umhirðu á lóð, snjómokstri og hálkuvörnum og er tengiliður við verktaka. 
  • Mótun innanhússferla og stefnu í málaflokknum.
  • Öryggisvörður stofnunar. 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Iðnmenntun, tæknimenntun eða sambærilegt sem nýtist í starfi er skilyrði.
  • Reynsla af sambærilegu starfi kostur.  
  • Skipulagshæfileikar, frumkvæði, vönduð vinnubrögð, samskiptahæfni og þjónustulund nauðsynleg i starfi.  
  • Bílpróf skilyrði, meirapróf og lyftarapróf er kostur. 
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti er áskilin.
  • Þekking á algengum notendahugbúnaði (Outlook, Word, Excel). 
Advertisement published24. January 2025
Application deadline11. February 2025
Language skills
IcelandicIcelandic
Required
Expert
EnglishEnglish
Required
Very good
Location
Laugavegur 162, 105 Reykjavík
Type of work
Professions
Job Tags