
Umsjónarkennari í 5. bekk
Breiðholtsskóli er grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk og þar sækja nám um 430 nemendur og við hann starfa 80 starfsmenn. Skólinn er í hjarta Breiðholtshverfis í Reykjavík og stendur við Arnarbakka 1 - 3. Við skólann er góð útisundlaug, stórt íþróttahús og fallegur hátíðarsalur.
Við skólann er lögð áhersla á árangur fyrir alla nemendur og einkunnarorðin ábyrgð, traust og tillitssemi eru leiðarljós í daglegu starfi skólans. Við sem hér störfum erum stolt af skólanum okkar sem státar af fjölmenningarlegu samfélagi nemenda, foreldra og starfsmanna.Í Breiðholtsskóla er lögð áhersla á skapandi og skemmtilegt skólastarf, læsi, félagsfærni og sjálfseflingu.
Lögð er áhersla á samvinnu starfsmanna þar sem allir taka virkan þátt í þróun skólastarfsins í anda Aðalnámskrár og Menntastefnu Reykjavíkurborgar.Við eigum laus störf umsjónarkennara á miðstigi fyrir áhugasamt fólk.
- Að annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur.
- Að stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
- Að þróa framsækið skólastarf í takti við stefnu skólans.
- Að vinna í teymi með öðru starfsfólki.
- Önnur afmörkuð verkefni innan skólans.
- Leyfisbréf til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
- Reynsla og þekking á fjölbreyttum kennsluaðferðum.
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Faglegur metnaður og sveigjanleiki í starfi.
- Lipurð í samskiptum og jákvæðni.
- Góð tölvu- og tæknikunnátta.
- Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti (C2)
- Hreint sakavottorð.













