Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun
Umhverfisstofnun

Þjónustufulltrúi Snæfellsjökulsþjóðgarður

Umhverfisstofnun leitar að þjónustufulltrúa í 70% starf í Snæfellsjökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn rekur gestastofur á Malarrifi og Hellissandi og viðkomandi mun starfa í nýrri þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Megin verksvið þjónustufulltrúa er þjónusta við gesti þjóðgarðsins.

Umhverfisstofnun hefur umsjón með yfir hundrað náttúruverndarsvæðum. Eitt af okkar stærstu verkefnum í náttúruvernd er uppbygging innviða með bætt aðgengi, öryggi og verndun að leiðarljósi. Þjóðgarðurinn heyrir undir Umhverfisstofnun og mun þjónustufulltrúi vinna í teymi á sviði náttúruverndar þar sem áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu. Í boði er líflegt starf þar sem tækifæri verður til þátttöku í þróun á starfsemi gestastofa og þjóðgarðsins. Við leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Móttaka gesta, fræðsla og upplýsingagjöf
  • Þjónusta og afgreiðsla í gestastofum á Hellissandi og Malarrifi
  • Taka á móti hópum og sjá um leiðsögn um sýningu
  • Þátttaka í stefnumótun þjóðgarðsins og efling öryggismála
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Framúrskarandi hæfni í samskiptum og þjónustulund
  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta er kostur
  • Reynsla af þjónustustörfum er kostur
  • Áhugi á umhverfismálum og náttúruvernd er kostur
  • Þekking á þjóðgarðinum og nærsvæði hans er kostur
Advertisement published12. September 2024
Application deadline23. September 2024
Language skills
EnglishEnglishVery good
IcelandicIcelandicVery good
Location
Sandahraun 5, 360 Hellissandur
Type of work
Professions
Job Tags