Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði

Þjónustufulltrúi á fullnustu- og skiptasviði sinnir fjölbreyttum verkefnum á málaflokkum sviðsins. Verkefni varða lög sem gilda um málaflokkana, s.s. fjárnám, útburðar- og innsetningargerðir, kyrrsetningar, lögbönn, löggeymslur, nauðungarsölur og skipti á dánarbúum. Þjónustufulltrúi ber ábyrgð á að þjónusta viðskiptavini, taka á móti, afgreiða og skrá beiðnir og gögn og leysa farsællega úr verkefnum. Þjónustufulltrúi skal vinna að faglegri afgreiðslu mála samkvæmt lögbundnum verkferlum.

Helstu verkefni og ábyrgð

•    Meginverkefni er á sviði aðfarargerða en sinnir verkefnum annarra faghópa eftir þörfum
•    Upplýsingagjöf, leiðbeiningar og samskipti við viðskiptavini.
•    Skráning mála, umsýsla, bakvinnsla og eftirfylgni.
•    Undirbúningur fyrir fyrirtökur, móttaka og skráning afturkallana og frestana.
•    Úrlausn og eftirfylgni mála í samráði við fulltrúa.
•    Fylgd með fulltrúa í fullnustugerðum.
•    Frágangur gagna, skönnun og skjalavarsla.
•    Sinnir öðrum verkefnum, þvert á embættið, að beiðni yfirmanns. 

Menntunar- og hæfniskröfur

•    Stúdentspróf skilyrði, háskólapróf kostur
•    Góð samskiptafærni og þjónustulund
•    Geta til að takast á við áskoranir með jákvæðu viðhorfi
•    Vilji til að þróa eigin færni í takt við þróun starfsins
•    Hæfni til að miðla upplýsingum 
•    Skipulagshæfileikar og sjálfstæði í starfi
•    Nákvæmni og traust vinnubrögð
•    Álagsþol og þrautseigja
•    Góð tölvukunnátta
•    Íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti

Advertisement published17. September 2024
Application deadline27. September 2024
Language skills
IcelandicIcelandicExpert
EnglishEnglishVery good
Location
Hlíðasmári 1, 201 Kópavogur
Type of work
Skills
PathCreated with Sketch.Tech-savvyPathCreated with Sketch.Clean criminal recordPathCreated with Sketch.Public administrationPathCreated with Sketch.Non smoker
Work environment
Professions
Job Tags