Five Degrees Software ehf
Five Degrees Software ehf
Five Degrees Software ehf

Teymisstjóri / Scrum master

Ert þú jákvæð og drífandi manneskja með góðan skilning á þróunarferlum tölvukerfa, reynslu af verkefnastýringu og ert spennt/ur fyrir að vinna í litlu og sjálfstæðu teymi að fjármálahugbúnaði framtíðarinnar? Þá erum við hjá five°degrees að leita að þér til að leiða og skipuleggja vinnu fyrir þróunarteymi hjá okkur.

Við notum Jira og Confluence fyrir verkbeiðnir og skjölun. Við hugbúnaðarþróunina nýtum við okkur fyrst og fremst Microsoft tækni, svo sem Azure, .net, C#, Fluent UI og SQL Server.

Við hvetjum öll kyn til að sækja um starfið.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg samhæfing vinnu starfsmanna í dreifðum teymum 
  • Stýring þróunarteymis samkvæmt Scrum hugmyndafræðinni 
  • Regluleg samtöl og endurgjöf til teymisfélaga  
  • Þátttaka í mótun og þróun hugbúnaðarlausna 
  • Þátttaka í stöðugum umbótum á verklagi 
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum 
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, lausnamiðuð nálgun og færni til að sjá heildarmyndina 
  • Skipulagshæfni 
  • Þekking og reynsla af Jira og Confluence er kostur 
  • Þekking og reynsla af Agile og Scrum 
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi  
  • Góð enskukunnátta er skilyrði 
Fríðindi í starfi
  • Létt snarl, kaffi og mötuneyti 
  • Símastyrkur
  • Búningsaðstaða og sturtur 
  • Íþróttastyrkur eða samgöngustyrkur 
  • Sveigjanlegur vinnutími 
Advertisement published13. September 2024
Application deadlineNo deadline
Language skills
EnglishEnglishVery good
Location
Hlíðasmári 12, 201 Kópavogur
Type of work
Work environment
Professions
Job Tags